Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mán 27. janúar 2020 10:14
Magnús Már Einarsson
Góðar líkur á að fjárfestar frá Sádi-Arabíu kaupi Newcastle
Fjárfestar frá Sádi-Arabíu eru í viðræðum við Mike Ashley, eiganda Newcastle, um kaup á félaginu.

Heimildarmaður BBC segir að góðar líkur séu á að kaupin gangi í gegn.

Fjárfestarnir frá Sádi-Arabíu eru mjög auðugir og gætu lagt góðan pening í Newcastle en líklegt er að þeir kaupi félagið af Ashley á 340 milljónir punda.

Viðræður hafa staðið yfir í nokkra mánuði en stuðningsmenn Newcastle myndu fagna því ef Ashley selur loksins félagið.

Athugasemdir
banner
banner