Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 13:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Barkar til SönderjyskE (Staðfest)
Mynd: SönderjyskE
Atli Barkarson er genginn í raðir danska félagsins SönderjyskE, félagið hefur tilkynnt það á samfélagsmiðlum sínum. Danska félagið kaupir hann af Víkingi þar sem hann hefur spilað síðustu tvö tímabil.

Atli skrifar undir samning sem gildir fram á sumarið 2026. Hann er tvítugur vinstri bakvörður sem varði Íslands- og bikarmeistari með Víkingi í fyrra.

Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik á dögunum og hann á einnig að baki ríflega 30 leiki fyrir yngri landsliðin.

Atli er uppalinn hjá Völsungi og fór 16 ára til Norwich. Hann lék með Fredrikstad seinni hluta ársins 2019 og samdi svo við Víking snemma árs 2020.

„Atli er hæfileikaríkur varnarmaður sem við búumst við mikið af og þess vegna buðum við honum langan samning. Hann fékk gott fótboltauppeldi á Englandi og tók út þroska þar. Hann byrjaði sinn feril á Íslandi vel, núna er hann kominn til okkar og ég er viss um að hann geti tekið skref fram á við," sagði Esben Hansen, yfirmaður íþróttamála SönderjyskE.

„Með því að fá inn Atla þá styrkjum við varnarleikinn, hann getur leyst nokkrar stöður en er aðallega vinstri bakvörður. Hann hefur mikla trú á verkefninu í SönderjyskE og við erum spenntir að fylgjast með honum þróast sem leikmaður í ljósbláu treyjunni," bætti Hansen við.

Atli er níundi Íslendingurinn í sögunni til að semja við SönderjyskE. Hann verður liðsfélagi Kristófers Inga Kristinssonar sem gekk í raðir félagsins síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner