Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   fim 27. janúar 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Jó: Reyndi að fá Finn Orra í fyrra en það gekk ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af blaðamannafundinum; Davíð Þór, Heiðar Máni, Finnur Orri og Óli Jó.
Af blaðamannafundinum; Davíð Þór, Heiðar Máni, Finnur Orri og Óli Jó.
Mynd: Fótbolti.net - Steinke
„Mér líst mjög vel á að fá þá. Heiðar er ungur og efnilegur markmaður sem hefur smá tengingu hérna í FH í gegnum pabba sinn. Finnur Orri er reynslumikill og mjög góður fótboltamaður," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH. Ólafur var til viðtals eftir að Finnur Orri Margeirsson og Heiðar Máni Hermannsson höfðu verið tilkynntir sem nýir leikmenn félagsins.

„Í fyrra, þegar ég tók við, þá hafði ég áhuga á að fá Finn Orra og við þreyfuðum aðeins á því en það gekk ekki eftir. Það tók ekki langan tíma núna. Finnur hefur spilað margar stöður á vellinum en mín hugmynd er sú að hann verði inn á miðjunni, ég fékk hann hingað sem miðjumann."

Sigurbjörn Hreiðarsson kom inn í þjálfarateymi FH í vetur og verður aðstoðarmaður Óla. Þeir þekkjast ágætlega, hafa unnið saman hjá Haukum og Val.

„Ég talaði við Bjössa ... ég man ekki hvenær, þegar við vorum saman í Haukum og við höfum verið saman síðan. Hann var með Grindavík í fyrra, hætti því og kom hingað."

Óli var í viðræðum við FH síðasta haust hvort hann yrði áfram með félagið. Hann neitaði því að það hefði verið krafa að fá inn Bjössa Hreiðars í þjálfarateymið. Hann gaf sama svar aðspurður um komu Kristins Freys Sigurðssonar í vetur. „Þetta er bara fótbolti."

Í lok viðtals við var Óli spurður út í frekari styrkingar. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner