Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
banner
   fim 27. janúar 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Jó: Reyndi að fá Finn Orra í fyrra en það gekk ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af blaðamannafundinum; Davíð Þór, Heiðar Máni, Finnur Orri og Óli Jó.
Af blaðamannafundinum; Davíð Þór, Heiðar Máni, Finnur Orri og Óli Jó.
Mynd: Fótbolti.net - Steinke
„Mér líst mjög vel á að fá þá. Heiðar er ungur og efnilegur markmaður sem hefur smá tengingu hérna í FH í gegnum pabba sinn. Finnur Orri er reynslumikill og mjög góður fótboltamaður," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH. Ólafur var til viðtals eftir að Finnur Orri Margeirsson og Heiðar Máni Hermannsson höfðu verið tilkynntir sem nýir leikmenn félagsins.

„Í fyrra, þegar ég tók við, þá hafði ég áhuga á að fá Finn Orra og við þreyfuðum aðeins á því en það gekk ekki eftir. Það tók ekki langan tíma núna. Finnur hefur spilað margar stöður á vellinum en mín hugmynd er sú að hann verði inn á miðjunni, ég fékk hann hingað sem miðjumann."

Sigurbjörn Hreiðarsson kom inn í þjálfarateymi FH í vetur og verður aðstoðarmaður Óla. Þeir þekkjast ágætlega, hafa unnið saman hjá Haukum og Val.

„Ég talaði við Bjössa ... ég man ekki hvenær, þegar við vorum saman í Haukum og við höfum verið saman síðan. Hann var með Grindavík í fyrra, hætti því og kom hingað."

Óli var í viðræðum við FH síðasta haust hvort hann yrði áfram með félagið. Hann neitaði því að það hefði verið krafa að fá inn Bjössa Hreiðars í þjálfarateymið. Hann gaf sama svar aðspurður um komu Kristins Freys Sigurðssonar í vetur. „Þetta er bara fótbolti."

Í lok viðtals við var Óli spurður út í frekari styrkingar. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner