Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. janúar 2023 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið City og Arsenal: Arteta skiptir út hálfu liðinu
Mynd: EPA

Stórleikur helgarinnar er að renna í garð strax á föstudagskvöldi þar sem tvö af bestu liðum enska boltans mætast í eftirvæntum bikarslag. Þar tekur Manchester City á móti Arsenal.


Heimamenn í Manchester taka þessum leik af fullri alvöru og gera aðeins tvær breytingar á byrjunarliðinu sem lagði Wolves að velli í síðasta leik. Stefan Ortega kemur í búrið fyrir Ederson á meðan Nathan Ake tekur byrjunarliðssætið af Aymeric Laporte.

Mikel Arteta gerir talsvert fleiri breytingar á sínu byrjunarliði. Hann skiptir sex leikmönnum út eftir sigur gegn Manchester United fyrir fimm dögum.

Hann skiptir út nánast allri varnarlínunni þar sem Matt Turner, Takehiro Tomiyasu, Kieran Tierney og Rob Holding fá tækifæri. Þá fær Fabio Vieira tækifæri ásamt Leandro Trossard en Arteta kýs að hvíla Martin Ödegaard og Gabriel Martinelli frekar fyrir komandi átök.

Það eru því Gabriel, Granit Xhaka, Thomas Partey, Bukayo Saka og Eddie Nketiah sem halda byrjunarliðssætum sínum.

Man City: Ortega; Lewis, Stones, Akanji, Ake; Gundogan, Rodri, De Bruyne; Grealish, Mahrez, Haaland.
Varamenn: Ederson, Walker, Dias, Phillips, Cancelo, Laporte, Alvarez, Silva, Palmer.

Arsenal: Turner, Tomiyasu, Holding, Gabriel, Tierney, Xhaka, Partey, Vieira, Trossard, Saka, Nketiah.
Varamenn: Ramsdale, White, Zinchenko, Saliba, Kiwior, Lokonga, Odegaard, Marquinhos, Martinelli. 


Athugasemdir
banner
banner
banner