Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. janúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Titilbaráttuliðin mætast í kvöld
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Enski bikarinn er á fullu flugi um helgina og hefst veislan á sannkölluðum risaslag þar sem titilbaráttulið ensku úrvalsdeildarinnar mætast.


Englandsmeistarar Manchester City fá topplið Arsenal í heimsókn á Etihad leikvanginn klukkan 20:00 á íslenskum tíma og er hægt að búast við mikilli skemmtun.

Stórvinirnir Pep Guardiola og Mikel Arteta mætast þar en Guardiola er lærifaðir Arteta og hafa þeir ekkert nema góða hluti að segja um hvorn annan.

Bæði lið mæta til leiks með vel hvílda leikmannahópa þar sem fimm dagar eru liðnir frá síðasta leik og rúm vika í næstu leiki. Þá er lítið um meiðsli í liðunum og verður spennandi að sjá hvort Leandro Trossard eða Jakob Kiwior, nýir leikmenn Arsenal, fái tækifæri.

Phil Foden er eini leikmaðurinn á meiðslalista Man City sem stendur á meðan Gabriel Jesus, Reiss Nelson og Mohamed Elneny eru fjarverandi úr röðum Arsenal. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Þá eru einnig leikir á dagskrá yfir helgina og allt fram á mánudag. Á morgun er nóg um að vera þar sem Tottenham heimsækir Preston áður en Manchester United fær Reading í heimsón. Á sunnudaginn er svo stórleikur Brighton gegn Liverpool á dagskrá.

Föstudagur:
20:00 Manchester City - Arsenal

Laugardagur:
12:30 Walsall - Leicester
12:30 Accrington Stanley - Leeds
15:00 Southampton - Blackpool
15:00 Sheff Wed - Fleetwood Town
15:00 Luton - Grimsby
15:00 Ipswich Town - Burnley
15:00 Fulham - Sunderland
15:00 Bristol City - West Brom
15:00 Blackburn - Birmingham
18:00 Preston NE - Tottenham
20:00 Man Utd - Reading

Sunnudagur:
13:30 Brighton - Liverpool
14:00 Stoke City - Stevenage
16:30 Wrexham - Sheffield Utd

Mánudagur:
19:45 Derby County - West Ham


Athugasemdir
banner