Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. janúar 2023 10:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stutt í að fjórir leikmenn snúi til baka hjá Liverpool - Lengra í Díaz
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, Diogo Jota og Roberto Firmino eru enn á meiðslalistanum hjá Liverpool.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði frá því á fréttamannafundi í dag að þeir muni ekki snúa aftur strax. Það eru enn nokkrar vikur í þessa þrjá leikmenn.

Luis Díaz verður frá í lengri tíma en það styttist í þá þrjá sem eru nefndir hér fyrir ofan.

„Það eru enn nokkrar vikur í að þeir geti byrjað að æfa," sagði Klopp um Van Dijk, Jota og Firmino. „Það mun taka lengri tíma fyrir Luis."

Það verður frábært fyrir Liverpool að fá Van Dijk, Jota og Firmino til baka úr meiðslum en liðið hefur verið í nokkrum meiðslavandræðum á þessari leiktíð.

Klopp tjáði sig einnig um brasilíska miðjumanninn Arthur Melo við fréttamenn í morgun. Arthur er á láni hjá Liverpool frá Juventus en hann hefur lítið sem ekkert komið við sögu hjá félaginu.

Klopp segir að það séu tvær til þrjár vikur í að Arthur muni aftur byrja að æfa með liðinu eftir meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner