Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, æfði ekki með liðinu í gær vegna veikinda en þetta staðfesti Erik ten Hag, stjóri félagsins. Athletic greinir nú frá því að það hafi sést til Rashford nokkrum klukkutímum áður í Norður-Írlandi.
Englendingurinn hefur ekki verið upp á sitt besta á þessari leiktíð og mátt þola mikla gagnrýni fyrir.
Hann var stórkostlegur á síðustu leiktíð þar sem hann raðaði inn mörkum, en það hefur verið eitthvað minna af þeim í vetur.
Ekki er víst hvort hann verði með United gegn Newport í enska bikarnum á sunnudag, en hann tilkynnti veikindi fyrir æfinguna í gær.
Athletic segir að Rashford hafi verið í Belfas á Norður-Írlandi, þar sem hann skemmti sér tvö kvöld í röð. Hann skemmti sér á miðvikudag, enda átti liðið frí daginn eftir, en hann tók einnig fimmtudaginn.
Leikmaðurinn sást á skemmtistaðnum Thompsons Garage og tók síðan einkaflug heim um morguninn.
Nokkrum klukkutímum síðar staðfesti Ten Hag að Rashford hefði ekki verið með á æfingunni vegna veikinda.
Manchester United og Rashford neituðu að tjá sig þegar Athletic leitaði eftir viðbrögðum í dag.
Athugasemdir