U17 landslið kvenna er statt í Portúgal þessa stundina þar sem það keppir á sterku æfingamóti ásamt heimastelpum í Portúgal, Danmörku og Wales.
Stelpurnar lögðu Portúgal að velli í fyrsta leik en töpuðu gegn Dönum í miklum markaleik í gær.
Lokatölur urðu 5-3 fyrir Danmörku þar sem Fanney Lísa Jóhannesdóttir skoraði tvö og Thelma Karen Pálmadóttir eitt.
Ísland spilar við Wales á morgun, þriðjudag kl. 11:00, í lokaleik sínum á æfingamótinu, en Wales hefur tapað báðum leikjum sínum hingað til.
07.01.2025 06:00
Landsliðshópur U17: Undirbúa sig fyrir seinni umferðina
Athugasemdir