Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 27. febrúar 2020 18:00
Elvar Geir Magnússon
Rossi til Real Salt Lake (Staðfest)
Giuseppe Rossi.
Giuseppe Rossi.
Mynd: Getty Images
Ítalski landsliðsmaðurinn Giuseppe Rossi hefur skrifað undir samning við Real Salt Lake í bandarísku MLS-deildinni.

Þessi 33 ára framherji spilaði 29 landsleiki fyrir Ítalíu og skoraði sjö mörk. Hann hefur á ferlinum leikið fyrir Manchester United, Parma, Villarreal, Fiorentina og fleiri félög.

Hnémeiðsli hafa verið að stríða honum allan ferilinn.

Síðast var Rossi hjá Genoa en hann segist spenntur fyrir komandi verkefni í Bandaríkjunum.

Rossi fæddist í Bandaríkjunum en flutti 12 ára gamall til Ítalíu og var í yngri flokkum Parma.

„Það er ótrúlegt að fá leikmann með svona hæfileika. Hann getur breytt leikjum á augabragði," segir Freddy Juarez, þjálfari Real Salt Lake.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner