Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 27. febrúar 2020 15:19
Elvar Geir Magnússon
Staðfestir nýjan treyjusamning KSÍ - Kveðja Errea
Frá höfuðstöðvum Puma í Þýskalandi.
Frá höfuðstöðvum Puma í Þýskalandi.
Mynd: Getty Images
Íslensku landsliðin eru á leið í treyjur frá Puma og mun KSÍ þá kveðja ítalska framleiðandann Errea eftir langt samstarf.

Stefán Gunnarsson, markaðsstjóri KSÍ, staðfestir að gerður hafi verið nýr treyjusamningur sem taka mun taka gildi í sumar. Hann vill þó ekki staðfesta að sá samningur sé við Puma.

Eins og staðan er núna mun íslenska karlalandsliðið spila áfram í Errea út umspilið fyrir EM alls staðar og í lokakeppninni sjálfri, komist liðið þangað.

„Við erum samningsbundnir Errea út júní 2020 og það er ekkert í spilunum að það breytist. En við erum búin að gera nýjan búningasamning sem tekur við af þeim samningi," segir Stefán.

Er sá samningur við Puma?

„Ég get ekki tjáð mig um það núna."

Nýtt landsliðsmerki kynnt eftir umspilið
Það fór ekki framhjá neinum að fyrr í þessum mánuði kynnti KSÍ til sögunnar nýtt merki sambandsins. Annað merki verður fyrir landslið Íslands, sem verður á landsliðstreyjunum, en það verður kynnt síðar.

„Fljótlega eftir umspilið verður það merki kynnt, það er ekki búið að ákveða nákvæma dagsetningu. Við erum mjög spennt fyrir nýja merkinu og hlökkum til að sjá og heyra viðtökurnar," segir Stefán.
Athugasemdir
banner
banner
banner