Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   fim 27. febrúar 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Vinicius reiður: Dómarar taka alltaf ákvarðanir gegn okkur
Vinicius Junior, sóknarmaður Real Madrid, var ósáttur við ítalska dómarann Daniele Orsato í 2-1 tapinu gegn Manchester City í Meistaradeildinni í gær.

Gabriel Jesus skoraði jöfnunarmark Manchester City með skalla en þar vildu Vinicius og aðrir leikmenn Real Madrid sjá dæmda bakhrindingu á Jesus eftir baráttu við Sergio Ramos.

„Jesus braut af sér og allir vita að þetta var brot," sagði Vinicius ósáttur eftir leik.

„Þeir taka alltaf ákvarðanir gegn okkur. Ég þurfti ekki að sjá þetta aftur inn í klefa eftir leik. Þetta var brot. Þetta er eins í öllum leikjum."
Athugasemdir