Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
   þri 27. febrúar 2024 19:37
Sverrir Örn Einarsson
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Icelandair
Ingibjörg hér til hægri í leiknum í dag.
Ingibjörg hér til hægri í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er mjög góð. Þetta var bras eins og oft hjá okkur áður en mér fannst við þó betra liðið hér í dag.“ Voru orð Ingibjargar Sigurðardóttur miðvarðar Íslands eftir 2-1 endurkomusigur Íslands á Serbíu á Kópavogsvelli í umspili Þjóðardeildar UEFA í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

Íslenska liðið lenti undir snemma leiks og var undir allt þar til á 75. mínútu leiksins þegar Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði leikinn. Fram að því hafði liði Serbíu gengið vel að hægja á leiknum og loka vel á það sem lið Íslands var að reyna. Var Ingibjörg eitthvað farin að efast þegar jöfnunarmarkið loks kom?

„Nei mér fannst við bara þurfa að ná fyrsta markinu inn og um leið og það kom vissi ég að við værum að fara að vinna leikinn. En svo veit maður aldrei með svona leiki. Þær hægja mikið á leiknum og þetta hefði getað endað hvorum megin sem var en ég hafði alltaf trú. “

Framundan hjá Íslandi er undankeppni EM 2025 sem hefst strax í apríl. Horfandi yfir þessa Þjóðardeild hvað finnst Ingibjörgu liðið þurfa að bæta fyrir komandi verkefni?

„Við þurfum náttúrulega að passa betur upp á boltann og þetta er oft mikið að tæknifeilum sem við erum að gera. Ég held að við eigum meira inni og þurfum bara að fá okkur til þess að líða vel á boltanum og spila af sjálfstrausti. Það er eitthvað sem að tekur bara tíma.“

Sagði Ingibjörg en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner