Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 27. febrúar 2024 19:37
Sverrir Örn Einarsson
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Icelandair
Ingibjörg hér til hægri í leiknum í dag.
Ingibjörg hér til hægri í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er mjög góð. Þetta var bras eins og oft hjá okkur áður en mér fannst við þó betra liðið hér í dag.“ Voru orð Ingibjargar Sigurðardóttur miðvarðar Íslands eftir 2-1 endurkomusigur Íslands á Serbíu á Kópavogsvelli í umspili Þjóðardeildar UEFA í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

Íslenska liðið lenti undir snemma leiks og var undir allt þar til á 75. mínútu leiksins þegar Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði leikinn. Fram að því hafði liði Serbíu gengið vel að hægja á leiknum og loka vel á það sem lið Íslands var að reyna. Var Ingibjörg eitthvað farin að efast þegar jöfnunarmarkið loks kom?

„Nei mér fannst við bara þurfa að ná fyrsta markinu inn og um leið og það kom vissi ég að við værum að fara að vinna leikinn. En svo veit maður aldrei með svona leiki. Þær hægja mikið á leiknum og þetta hefði getað endað hvorum megin sem var en ég hafði alltaf trú. “

Framundan hjá Íslandi er undankeppni EM 2025 sem hefst strax í apríl. Horfandi yfir þessa Þjóðardeild hvað finnst Ingibjörgu liðið þurfa að bæta fyrir komandi verkefni?

„Við þurfum náttúrulega að passa betur upp á boltann og þetta er oft mikið að tæknifeilum sem við erum að gera. Ég held að við eigum meira inni og þurfum bara að fá okkur til þess að líða vel á boltanum og spila af sjálfstrausti. Það er eitthvað sem að tekur bara tíma.“

Sagði Ingibjörg en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner