Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   þri 27. febrúar 2024 19:37
Sverrir Örn Einarsson
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Icelandair
Ingibjörg hér til hægri í leiknum í dag.
Ingibjörg hér til hægri í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er mjög góð. Þetta var bras eins og oft hjá okkur áður en mér fannst við þó betra liðið hér í dag.“ Voru orð Ingibjargar Sigurðardóttur miðvarðar Íslands eftir 2-1 endurkomusigur Íslands á Serbíu á Kópavogsvelli í umspili Þjóðardeildar UEFA í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

Íslenska liðið lenti undir snemma leiks og var undir allt þar til á 75. mínútu leiksins þegar Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði leikinn. Fram að því hafði liði Serbíu gengið vel að hægja á leiknum og loka vel á það sem lið Íslands var að reyna. Var Ingibjörg eitthvað farin að efast þegar jöfnunarmarkið loks kom?

„Nei mér fannst við bara þurfa að ná fyrsta markinu inn og um leið og það kom vissi ég að við værum að fara að vinna leikinn. En svo veit maður aldrei með svona leiki. Þær hægja mikið á leiknum og þetta hefði getað endað hvorum megin sem var en ég hafði alltaf trú. “

Framundan hjá Íslandi er undankeppni EM 2025 sem hefst strax í apríl. Horfandi yfir þessa Þjóðardeild hvað finnst Ingibjörgu liðið þurfa að bæta fyrir komandi verkefni?

„Við þurfum náttúrulega að passa betur upp á boltann og þetta er oft mikið að tæknifeilum sem við erum að gera. Ég held að við eigum meira inni og þurfum bara að fá okkur til þess að líða vel á boltanum og spila af sjálfstrausti. Það er eitthvað sem að tekur bara tíma.“

Sagði Ingibjörg en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner