Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
banner
   þri 27. febrúar 2024 19:37
Sverrir Örn Einarsson
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Icelandair
Ingibjörg hér til hægri í leiknum í dag.
Ingibjörg hér til hægri í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er mjög góð. Þetta var bras eins og oft hjá okkur áður en mér fannst við þó betra liðið hér í dag.“ Voru orð Ingibjargar Sigurðardóttur miðvarðar Íslands eftir 2-1 endurkomusigur Íslands á Serbíu á Kópavogsvelli í umspili Þjóðardeildar UEFA í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

Íslenska liðið lenti undir snemma leiks og var undir allt þar til á 75. mínútu leiksins þegar Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði leikinn. Fram að því hafði liði Serbíu gengið vel að hægja á leiknum og loka vel á það sem lið Íslands var að reyna. Var Ingibjörg eitthvað farin að efast þegar jöfnunarmarkið loks kom?

„Nei mér fannst við bara þurfa að ná fyrsta markinu inn og um leið og það kom vissi ég að við værum að fara að vinna leikinn. En svo veit maður aldrei með svona leiki. Þær hægja mikið á leiknum og þetta hefði getað endað hvorum megin sem var en ég hafði alltaf trú. “

Framundan hjá Íslandi er undankeppni EM 2025 sem hefst strax í apríl. Horfandi yfir þessa Þjóðardeild hvað finnst Ingibjörgu liðið þurfa að bæta fyrir komandi verkefni?

„Við þurfum náttúrulega að passa betur upp á boltann og þetta er oft mikið að tæknifeilum sem við erum að gera. Ég held að við eigum meira inni og þurfum bara að fá okkur til þess að líða vel á boltanum og spila af sjálfstrausti. Það er eitthvað sem að tekur bara tíma.“

Sagði Ingibjörg en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner