Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 27. febrúar 2024 19:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Icelandair
Sveindís fagnar í kvöld. Hún fór á kostum á síðasta stundarfjórðungi leiksins.
Sveindís fagnar í kvöld. Hún fór á kostum á síðasta stundarfjórðungi leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mætt til baka í landsliðið.
Mætt til baka í landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er geggjuð. Við vildum þessa tilfinningu eftir leik. Við gerðum það sem þurfti að gera til að vinna," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir við Fótbolta.net eftir sigur á Serbíu í Þjóðadeildinni í kvöld.

Ísland lenti snemma undir en Sveindís fór fyrir liðinu á síðasta stundarfjórðungnum er það náði að snúa leiknum við. Ísland verður því áfram í A-deild sem eykur líkurnar á því að það komist inn á næsta stórmót.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

„Fyrri hálfleikurinn var erfiður og ég komst ekki í þær stöður sem mér líkar best við. Það er stundum svoleiðis og þá opnast kannski fyrir aðra leikmenn. Svo verð ég að nýta mín tækifæri og ég gerði það vel í seinni. Ég hefði getað skorað í fyrri en ég lofaði að bæta upp fyrir það og mér fannst ég gera það í seinni."

Sveindís skoraði og lagði upp. Hún var á endanum besti leikmaður vallarins.

„Ég fór inn í hálfleikinn og vissi hvað mig langaði að gera. Við vildum þetta rosalega mikið, meira en þær fannst mér. Við ætluðum að halda okkur í A-deild og gerðum það að lokum."

„Ég er mjög spennt fyrir framhaldinu. Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar og ég er ótrúlega spennt. Ég hlakka til að sjá hvernig drátturinn kemur út og hvaða lið við fáum. Það er gaman að spila við bestu lið Evrópu og þess vegna er frábært að halda sér í A-deild. Við erum tilbúnar í þetta," sagði Sveindís.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan en Sveindís segir að markmiðið sé að fara á Evrópumótið 2025. „Við komumst ekki á HM og það er extra 'boost' fyrir okkur að komast á næsta stórmót. VIð bíðum spenntar."
Athugasemdir
banner
banner