Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   þri 27. febrúar 2024 19:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Icelandair
Sveindís fagnar í kvöld. Hún fór á kostum á síðasta stundarfjórðungi leiksins.
Sveindís fagnar í kvöld. Hún fór á kostum á síðasta stundarfjórðungi leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mætt til baka í landsliðið.
Mætt til baka í landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er geggjuð. Við vildum þessa tilfinningu eftir leik. Við gerðum það sem þurfti að gera til að vinna," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir við Fótbolta.net eftir sigur á Serbíu í Þjóðadeildinni í kvöld.

Ísland lenti snemma undir en Sveindís fór fyrir liðinu á síðasta stundarfjórðungnum er það náði að snúa leiknum við. Ísland verður því áfram í A-deild sem eykur líkurnar á því að það komist inn á næsta stórmót.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

„Fyrri hálfleikurinn var erfiður og ég komst ekki í þær stöður sem mér líkar best við. Það er stundum svoleiðis og þá opnast kannski fyrir aðra leikmenn. Svo verð ég að nýta mín tækifæri og ég gerði það vel í seinni. Ég hefði getað skorað í fyrri en ég lofaði að bæta upp fyrir það og mér fannst ég gera það í seinni."

Sveindís skoraði og lagði upp. Hún var á endanum besti leikmaður vallarins.

„Ég fór inn í hálfleikinn og vissi hvað mig langaði að gera. Við vildum þetta rosalega mikið, meira en þær fannst mér. Við ætluðum að halda okkur í A-deild og gerðum það að lokum."

„Ég er mjög spennt fyrir framhaldinu. Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar og ég er ótrúlega spennt. Ég hlakka til að sjá hvernig drátturinn kemur út og hvaða lið við fáum. Það er gaman að spila við bestu lið Evrópu og þess vegna er frábært að halda sér í A-deild. Við erum tilbúnar í þetta," sagði Sveindís.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan en Sveindís segir að markmiðið sé að fara á Evrópumótið 2025. „Við komumst ekki á HM og það er extra 'boost' fyrir okkur að komast á næsta stórmót. VIð bíðum spenntar."
Athugasemdir
banner
banner