Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
   þri 27. febrúar 2024 19:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Icelandair
Sveindís fagnar í kvöld. Hún fór á kostum á síðasta stundarfjórðungi leiksins.
Sveindís fagnar í kvöld. Hún fór á kostum á síðasta stundarfjórðungi leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mætt til baka í landsliðið.
Mætt til baka í landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er geggjuð. Við vildum þessa tilfinningu eftir leik. Við gerðum það sem þurfti að gera til að vinna," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir við Fótbolta.net eftir sigur á Serbíu í Þjóðadeildinni í kvöld.

Ísland lenti snemma undir en Sveindís fór fyrir liðinu á síðasta stundarfjórðungnum er það náði að snúa leiknum við. Ísland verður því áfram í A-deild sem eykur líkurnar á því að það komist inn á næsta stórmót.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

„Fyrri hálfleikurinn var erfiður og ég komst ekki í þær stöður sem mér líkar best við. Það er stundum svoleiðis og þá opnast kannski fyrir aðra leikmenn. Svo verð ég að nýta mín tækifæri og ég gerði það vel í seinni. Ég hefði getað skorað í fyrri en ég lofaði að bæta upp fyrir það og mér fannst ég gera það í seinni."

Sveindís skoraði og lagði upp. Hún var á endanum besti leikmaður vallarins.

„Ég fór inn í hálfleikinn og vissi hvað mig langaði að gera. Við vildum þetta rosalega mikið, meira en þær fannst mér. Við ætluðum að halda okkur í A-deild og gerðum það að lokum."

„Ég er mjög spennt fyrir framhaldinu. Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar og ég er ótrúlega spennt. Ég hlakka til að sjá hvernig drátturinn kemur út og hvaða lið við fáum. Það er gaman að spila við bestu lið Evrópu og þess vegna er frábært að halda sér í A-deild. Við erum tilbúnar í þetta," sagði Sveindís.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan en Sveindís segir að markmiðið sé að fara á Evrópumótið 2025. „Við komumst ekki á HM og það er extra 'boost' fyrir okkur að komast á næsta stórmót. VIð bíðum spenntar."
Athugasemdir
banner
banner
banner