Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
   þri 27. febrúar 2024 19:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Icelandair
Sveindís fagnar í kvöld. Hún fór á kostum á síðasta stundarfjórðungi leiksins.
Sveindís fagnar í kvöld. Hún fór á kostum á síðasta stundarfjórðungi leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mætt til baka í landsliðið.
Mætt til baka í landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er geggjuð. Við vildum þessa tilfinningu eftir leik. Við gerðum það sem þurfti að gera til að vinna," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir við Fótbolta.net eftir sigur á Serbíu í Þjóðadeildinni í kvöld.

Ísland lenti snemma undir en Sveindís fór fyrir liðinu á síðasta stundarfjórðungnum er það náði að snúa leiknum við. Ísland verður því áfram í A-deild sem eykur líkurnar á því að það komist inn á næsta stórmót.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

„Fyrri hálfleikurinn var erfiður og ég komst ekki í þær stöður sem mér líkar best við. Það er stundum svoleiðis og þá opnast kannski fyrir aðra leikmenn. Svo verð ég að nýta mín tækifæri og ég gerði það vel í seinni. Ég hefði getað skorað í fyrri en ég lofaði að bæta upp fyrir það og mér fannst ég gera það í seinni."

Sveindís skoraði og lagði upp. Hún var á endanum besti leikmaður vallarins.

„Ég fór inn í hálfleikinn og vissi hvað mig langaði að gera. Við vildum þetta rosalega mikið, meira en þær fannst mér. Við ætluðum að halda okkur í A-deild og gerðum það að lokum."

„Ég er mjög spennt fyrir framhaldinu. Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar og ég er ótrúlega spennt. Ég hlakka til að sjá hvernig drátturinn kemur út og hvaða lið við fáum. Það er gaman að spila við bestu lið Evrópu og þess vegna er frábært að halda sér í A-deild. Við erum tilbúnar í þetta," sagði Sveindís.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan en Sveindís segir að markmiðið sé að fara á Evrópumótið 2025. „Við komumst ekki á HM og það er extra 'boost' fyrir okkur að komast á næsta stórmót. VIð bíðum spenntar."
Athugasemdir
banner