Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
banner
   þri 27. febrúar 2024 18:46
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag sakar Carragher um hlutdrægni í garð Man Utd
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: EPA
Jamie Carragher
Jamie Carragher
Mynd: Getty Images
Hollenski stjórinn Erik ten Hag sakar enska sparkspekinginn Jamie Carragher um hlutdrægni í umræðu sinni um Manchester United.

Carragher, sem er fyrrum leikmaður Liverpool, talaði um frammistöðu United í 2-1 tapinu gegn Fulham um helgina og talaði þar sérstaklega um hinn unga og efnilega Kobbie Mainoo.

„Hverjar voru leiðbeiningarnar fyrir leik? Frá fyrstu mínútu var hann ekki viss hvort hann ætti að loka á sitjandi miðjumann Fulham eða horfa á tíuna. Hann var í veseni, strax í byrjun leiks, en þú átt að vita hlutverk þitt frá byrjun og það skrifast á þjálfaraliðið,“ sagði Carragher um Mainoo á Sky, en hann gagnrýni um leið Ten og starfsteymi hans.

Ten Hag er oft hrifinn af því sem spekingarnir hafa að segja þar sem þeir gefa góð ráð en að Carragher sé heldur hlutdrægur þegar hann ræðir United.

„Sumir spekingar eru mjög hlutlægir þegar þeir ræða hlutina og gefa góð ráð, en sumir eru mjög hlutdrægnir. Frá fyrsta augnabliki hefur Jamie Carragher gagnrýnt og nú vill hann koma sínum skoðunum frá sér,“ sagði Ten Hag.

„Hann hafði eitthvað til síns mál varðandi fyrsta hálftímann. Fulham setti upp miðjuna á hátt sem kom okkur aðeins á óvart og þá þurftum við að finna lausnir. Eftir hálftíma fundum við hana,“ sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner