Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. mars 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd sagt vera með klárt treyjunúmer fyrir Sancho
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Manchester United er búið að ákveða treyjunúmer fyrir enska kantmanninn Jadon Sancho ef hann kemur til félagsins frá Borussia Dortmund næsta sumar.

Það er Evening Standard sem segir frá þessu, en í slúðrinu í gær kom fram að Man Utd væri að vinna kapphlaupið um Sancho.

Sancho varð nýlega tvítugur að aldri en hann hefur slegið í gegn með Dortmund í Þýskalandi. Hann ákvað að fara þangað frá Manchester City sumarið 2017 í leit að meiri spiltíma.

Talið er að United nái að landa honum þá muni honum standa það til boða að fá treyju númer sjö hjá félaginu. Margir frábærir leikmenn hafa verið með það númer á bakinu hjá United og má þar nefna George Best, Eric Cantona, David Beckham og Cristiano Ronaldo.

Alexis Sanchez var síðast með númerið hjá félaginu, en hann er núna í láni hjá Inter og framtíð hans hjá Manchester United er í óvissu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner