Gary Neville hefur varað Liverpool við því að það myndast 250 milljóna punda gat í liðinu ef stórstjörnurnar þrjár sem eru að renna út á samningi framlengja ekki.
Trent Alexander-Arnold virðist vera að semja við Real Madrid en þá eru samningar Virgil van Dijk og Mohamed Salah einnig að renna út.
Trent Alexander-Arnold virðist vera að semja við Real Madrid en þá eru samningar Virgil van Dijk og Mohamed Salah einnig að renna út.
„Það myndast risastórt gat ef þessir þrír leikmenn fara á frjálsri sölu. Það má færa rök fyrir því að það séu 250 milljónir punda í þessum þremur og Liverpool mun ekki hafa fjármagn til að fylla þeirra skörð," segir Neville.
„Við erum að tala um einn besta sóknarmann Evrópuboltans, einn besta miðvörðinn og einn besta hægri bakvörðinn. Þó Liverpool sé mjög öflugt og klókt á markaðnum er þetta ansi mikið fyrir Arne Slot að fylla upp í."
Athugasemdir