Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fim 27. mars 2025 16:01
Elvar Geir Magnússon
Salah mun hafa fengið nýtt tilboð og er nær því að framlengja
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: EPA
Egypskur fjölmiðill segir að Mohamed Salah hafi færst nær því að skrifa undir nýjan samning við Liverpool. Sagt er að skrið sé komið í samningaviðræðurnar eftir að hann hafi fengið nýtt tilboð frá félaginu, sem sé mun nær því sem hann vilji sjá.

Samningur Salah rennur út í sumar og fyrr á tímabilinu ýjaði þessi magnaði sóknarmaður að því að það væri líklegra en ekki að þetta yrðu hans síðustu mánuðir hjá Liverpool.

Masrawy segir að nýtt og mun betra tilboð frá Liverpool hafi hinsvegar gjörbreytt stöðunni og viðræður séu í fullum gangi.

Miðillinn segir að Liverpool hafi getað hækkað tilboð sitt til Salah í ljósi þess að Trent Alexander-Arnold verði ekki áfram hjá félaginu. Allt virðist benda til þess að Alexander-Arnold sé búinn að ákveða að semja við Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner