Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mið 27. apríl 2016 12:43
Magnús Már Einarsson
FH leyfir Sam Tillen að fara á lán
Sam Tillen.
Sam Tillen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinstri bakvörðurinn Sam Tillen er á förum frá FH á láni en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hinn 31 árs gamli Tillen fótbrotnaði illa fyrir sumarið 2014 og spilaði ekkert með FH þá. Hann snéri aftur í fyrra og spilaði þá átta leiki með Íslandsmeisturunum í Pepsi-deildinni.

„Síðustu tvö ár hafa augljóslega verið erfið fyrir mig og ég þarf bara einfaldlega að spila leiki. Það leit út fyrir að ég fengi tækifæri til að spila leiki á undirbúningstímabilinu en því miður lenti ég í óheppilegum meiðslum á kálfa," sagði Sam við Fótbolta.net í dag.

Þórarinn Ingi Valdimarsson hefur spilað í vinstri bakverði hjá FH að undanförnu og Böðvar Böðvarsson er einnig á heimleið eftir að hafa verið í láni hjá Midtjylland í Danmörku. Sam sá því ekki fram á að fá að spila eftir að hafa snúið til baka úr meiðslunum í vetur.

„Þegar ég kom til baka hafði Heimir valið liðið sitt þannig að ég þarf að leita annað til að fá leiki. Ég hef verið að æfa á fullu síðustu fjórar vikur og ég er í góðu formi og hef ekki efni á að vera á bekknum að bíða eftir að fá að spila, þar sem að ég hef lagt hart að mér til að komast í formið sem ég var í fyrir meðislin. FH skilur það og ég þakka þeim fyrir að leyfa mér að fá tækifæri til að spila annars staðar," sagði Sam.
Athugasemdir
banner
banner