Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   lau 27. apríl 2019 17:13
Sverrir Örn Einarsson
Höskuldur: Tók ekki í mál að vera með rassafar á bekknum
Hárprúður Höskuldur í leik með Blikum
Hárprúður Höskuldur í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Höskuldur Gunnlaugsson eða Krulli Gull sneri aftur í Pepsi Max deildina með Breiðablik í sigri liðsins á Grindavík í dag en hann er á láni frá sænska félaginu Halmstad.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  2 Breiðablik

„Ég er pínu þreyttur núna ég viðurkenni það. Þetta var vinnusigur og það þurfti að hafa fyrir honum með hlaupum og baráttu en það er gaman bara að vera kominn aftur, þetta er einstök deild og það er alltaf smá rómantík í kringum hana .“
Sagði Höskuldur um endurkomu sína.

Stutt er síðan kvisaðist út að Höskuldur væri á heimleið og lá því beint við að spyrja. Áttu félagaskiptin sér langan aðdraganda?

„Þetta gerðist nú frekar spontant eins og Íslendingar eru yfir höfuð. Þetta var svona tveggja vikna ferli en síðan þegar ég sá hvernig staðan var hjá mér á þessum tíma að ég var ekki að fá margar mínútur þá vildi ég bara skoða möguleika mína. Það er spennandi tímabil hérna sem Blikarnir eru að fara í og evrópukeppni og glæsilegur hópur svo ég stökk bara á það.“

Voru einhver önnur lið inní myndinni?

„Glugginn úti er náttúrulega lokaður og það voru engar hreyfingar þar í boði fyrr en 15.júlí og ég var bara hungraður í að spila, sumarið að koma svo ég tók ekki í mál að vera bara með rassafar á bekknum þarna.“

Sagði Höskuldur en allt viðtalið má sjá í spilarnum hér að ofan
Athugasemdir