Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   lau 27. apríl 2019 17:13
Sverrir Örn Einarsson
Höskuldur: Tók ekki í mál að vera með rassafar á bekknum
Hárprúður Höskuldur í leik með Blikum
Hárprúður Höskuldur í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Höskuldur Gunnlaugsson eða Krulli Gull sneri aftur í Pepsi Max deildina með Breiðablik í sigri liðsins á Grindavík í dag en hann er á láni frá sænska félaginu Halmstad.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  2 Breiðablik

„Ég er pínu þreyttur núna ég viðurkenni það. Þetta var vinnusigur og það þurfti að hafa fyrir honum með hlaupum og baráttu en það er gaman bara að vera kominn aftur, þetta er einstök deild og það er alltaf smá rómantík í kringum hana .“
Sagði Höskuldur um endurkomu sína.

Stutt er síðan kvisaðist út að Höskuldur væri á heimleið og lá því beint við að spyrja. Áttu félagaskiptin sér langan aðdraganda?

„Þetta gerðist nú frekar spontant eins og Íslendingar eru yfir höfuð. Þetta var svona tveggja vikna ferli en síðan þegar ég sá hvernig staðan var hjá mér á þessum tíma að ég var ekki að fá margar mínútur þá vildi ég bara skoða möguleika mína. Það er spennandi tímabil hérna sem Blikarnir eru að fara í og evrópukeppni og glæsilegur hópur svo ég stökk bara á það.“

Voru einhver önnur lið inní myndinni?

„Glugginn úti er náttúrulega lokaður og það voru engar hreyfingar þar í boði fyrr en 15.júlí og ég var bara hungraður í að spila, sumarið að koma svo ég tók ekki í mál að vera bara með rassafar á bekknum þarna.“

Sagði Höskuldur en allt viðtalið má sjá í spilarnum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner