Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
   lau 27. apríl 2019 17:13
Sverrir Örn Einarsson
Höskuldur: Tók ekki í mál að vera með rassafar á bekknum
Hárprúður Höskuldur í leik með Blikum
Hárprúður Höskuldur í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Höskuldur Gunnlaugsson eða Krulli Gull sneri aftur í Pepsi Max deildina með Breiðablik í sigri liðsins á Grindavík í dag en hann er á láni frá sænska félaginu Halmstad.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  2 Breiðablik

„Ég er pínu þreyttur núna ég viðurkenni það. Þetta var vinnusigur og það þurfti að hafa fyrir honum með hlaupum og baráttu en það er gaman bara að vera kominn aftur, þetta er einstök deild og það er alltaf smá rómantík í kringum hana .“
Sagði Höskuldur um endurkomu sína.

Stutt er síðan kvisaðist út að Höskuldur væri á heimleið og lá því beint við að spyrja. Áttu félagaskiptin sér langan aðdraganda?

„Þetta gerðist nú frekar spontant eins og Íslendingar eru yfir höfuð. Þetta var svona tveggja vikna ferli en síðan þegar ég sá hvernig staðan var hjá mér á þessum tíma að ég var ekki að fá margar mínútur þá vildi ég bara skoða möguleika mína. Það er spennandi tímabil hérna sem Blikarnir eru að fara í og evrópukeppni og glæsilegur hópur svo ég stökk bara á það.“

Voru einhver önnur lið inní myndinni?

„Glugginn úti er náttúrulega lokaður og það voru engar hreyfingar þar í boði fyrr en 15.júlí og ég var bara hungraður í að spila, sumarið að koma svo ég tók ekki í mál að vera bara með rassafar á bekknum þarna.“

Sagði Höskuldur en allt viðtalið má sjá í spilarnum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner