Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   lau 27. apríl 2019 17:13
Sverrir Örn Einarsson
Höskuldur: Tók ekki í mál að vera með rassafar á bekknum
Hárprúður Höskuldur í leik með Blikum
Hárprúður Höskuldur í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Höskuldur Gunnlaugsson eða Krulli Gull sneri aftur í Pepsi Max deildina með Breiðablik í sigri liðsins á Grindavík í dag en hann er á láni frá sænska félaginu Halmstad.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  2 Breiðablik

„Ég er pínu þreyttur núna ég viðurkenni það. Þetta var vinnusigur og það þurfti að hafa fyrir honum með hlaupum og baráttu en það er gaman bara að vera kominn aftur, þetta er einstök deild og það er alltaf smá rómantík í kringum hana .“
Sagði Höskuldur um endurkomu sína.

Stutt er síðan kvisaðist út að Höskuldur væri á heimleið og lá því beint við að spyrja. Áttu félagaskiptin sér langan aðdraganda?

„Þetta gerðist nú frekar spontant eins og Íslendingar eru yfir höfuð. Þetta var svona tveggja vikna ferli en síðan þegar ég sá hvernig staðan var hjá mér á þessum tíma að ég var ekki að fá margar mínútur þá vildi ég bara skoða möguleika mína. Það er spennandi tímabil hérna sem Blikarnir eru að fara í og evrópukeppni og glæsilegur hópur svo ég stökk bara á það.“

Voru einhver önnur lið inní myndinni?

„Glugginn úti er náttúrulega lokaður og það voru engar hreyfingar þar í boði fyrr en 15.júlí og ég var bara hungraður í að spila, sumarið að koma svo ég tók ekki í mál að vera bara með rassafar á bekknum þarna.“

Sagði Höskuldur en allt viðtalið má sjá í spilarnum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner