Fram er í markmannsleit þar sem Ólafur Íshólm Ólafsson óskaði eftir því að fá að fara og fékk þá beiðni uppfyllta. Ólafur hafði verið aðalmarkmaður Fram frá komu sinni árið 2019 en er nú að halda annað.
Viktor Freyr Sigurðsson er í dag aðalmarkmaður Fram og til vara fyrir hann er 2. flokks markmaðurinn Þorsteinn Örn Kjartansson.
Viktor Freyr Sigurðsson er í dag aðalmarkmaður Fram og til vara fyrir hann er 2. flokks markmaðurinn Þorsteinn Örn Kjartansson.
Fram býr svo vel að formaður meistaraflokksráðs karla, Sigurður Hrannar Björnsson, var markmaður á sínum ferli en það eru fimm ár síðan hann spilaði meira en einn leik á tímabili.
Diddi, eins og Sigurður Hrannar er alltaf kallaður, er í Bandaríkjunum en verður til taks ef eitthvað kemur upp á hjá Viktori eða Þorsteini. Diddi fékk félagaskipti í Fram frá venslafélaginu Úlfunum á föstudag. Hann er 31 árs uppalinn Framari og lék síðast með liðinu árið 2016.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, sagði á föstudag að félagið væri í markmannsleit en glugginn lokar á miðvikudagskvöld.
Fram hefur verið orðað við þá Ögmund Kristinsson (Valur) og Arnar Frey Ólafsson (HK).
Næsti leikur Fram fer fram annað kvöld þegar Afturelding kemur í heimsókn á Lambhagavöllinn.
Athugasemdir