Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
   sun 27. apríl 2025 22:01
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH er aðeins með eitt stig og situr eitt á botni Bestu deildarinnar eftir 3-2 tap gegn KA á Akureyri í dag. Heimir Guðjónsson er allt annað en sáttur við það hvernig lið sitt hefur verið í upphafi móts.

Lestu um leikinn: KA 3 -  2 FH

„Við vorum ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, þetta var leikur áhlaupa en við vorum sjálfum okkur verstir. Við jöfnum á 83. mínútu og eftir það hlaupum við af stað í einhverja vitleysu og það er komið mark í andlitið strax. Í stað þess að halda haus, vera klókir og halda skipulaginu," segir Heimir.

„Við höfum spilað fjóra leiki í deildinni og virðumst ekki geta spilað fótbolta nema við lendum undir. Byrjum alla leikina skelfilega, bæði varnar- og sóknarlega. Við getum ekki alltaf mætt á fótboltavelli og beðið eftir því að fá á okkur mark og ætla þá að spila. Við þurfum að hugsa okkar gang í þessu. Það þýðir ekki að mæta hingað á Akureyri og vera pínulitlir og ætla svo að gera eitthvað þegar við erum komnir með bakið upp við vegg. Við þurfum að gjöra svo vel að spila einhvern fótbolta og verjast eins og lið."

Heimir segir að strax á morgun þurfi menn að fara yfir málin á æfingasvæðinu og laga hlutina fyrir næsta leik, sem er gegn Val. Viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir