Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
   sun 27. apríl 2025 22:01
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH er aðeins með eitt stig og situr eitt á botni Bestu deildarinnar eftir 3-2 tap gegn KA á Akureyri í dag. Heimir Guðjónsson er allt annað en sáttur við það hvernig lið sitt hefur verið í upphafi móts.

Lestu um leikinn: KA 3 -  2 FH

„Við vorum ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, þetta var leikur áhlaupa en við vorum sjálfum okkur verstir. Við jöfnum á 83. mínútu og eftir það hlaupum við af stað í einhverja vitleysu og það er komið mark í andlitið strax. Í stað þess að halda haus, vera klókir og halda skipulaginu," segir Heimir.

„Við höfum spilað fjóra leiki í deildinni og virðumst ekki geta spilað fótbolta nema við lendum undir. Byrjum alla leikina skelfilega, bæði varnar- og sóknarlega. Við getum ekki alltaf mætt á fótboltavelli og beðið eftir því að fá á okkur mark og ætla þá að spila. Við þurfum að hugsa okkar gang í þessu. Það þýðir ekki að mæta hingað á Akureyri og vera pínulitlir og ætla svo að gera eitthvað þegar við erum komnir með bakið upp við vegg. Við þurfum að gjöra svo vel að spila einhvern fótbolta og verjast eins og lið."

Heimir segir að strax á morgun þurfi menn að fara yfir málin á æfingasvæðinu og laga hlutina fyrir næsta leik, sem er gegn Val. Viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner