Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
   sun 27. apríl 2025 22:01
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH er aðeins með eitt stig og situr eitt á botni Bestu deildarinnar eftir 3-2 tap gegn KA á Akureyri í dag. Heimir Guðjónsson er allt annað en sáttur við það hvernig lið sitt hefur verið í upphafi móts.

Lestu um leikinn: KA 3 -  2 FH

„Við vorum ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, þetta var leikur áhlaupa en við vorum sjálfum okkur verstir. Við jöfnum á 83. mínútu og eftir það hlaupum við af stað í einhverja vitleysu og það er komið mark í andlitið strax. Í stað þess að halda haus, vera klókir og halda skipulaginu," segir Heimir.

„Við höfum spilað fjóra leiki í deildinni og virðumst ekki geta spilað fótbolta nema við lendum undir. Byrjum alla leikina skelfilega, bæði varnar- og sóknarlega. Við getum ekki alltaf mætt á fótboltavelli og beðið eftir því að fá á okkur mark og ætla þá að spila. Við þurfum að hugsa okkar gang í þessu. Það þýðir ekki að mæta hingað á Akureyri og vera pínulitlir og ætla svo að gera eitthvað þegar við erum komnir með bakið upp við vegg. Við þurfum að gjöra svo vel að spila einhvern fótbolta og verjast eins og lið."

Heimir segir að strax á morgun þurfi menn að fara yfir málin á æfingasvæðinu og laga hlutina fyrir næsta leik, sem er gegn Val. Viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner