Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 27. maí 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Neville vill að deildin byrji 19. júní
Gary Neville, sérfræðingur Sky, vill að enska úrvalsdeildin hefjist aftur föstudagskvöldið 19. júní næstkomandi.

Lið í deildinni byrjuðu að æfa saman í litlum hópum í síðustu viku en í dag verður líklega kosið um að hefja æfingar í stærri hópum þar sem snertingar verða leyfðar.

Neville vill sjá ensku úrvalsdeildina fara aftur í gang eftir rúmar þrjár vikur.

„12. júní er aðeins of snemmt en það er engin ástæða til að bíða lengur en til 19. júní eftir að byrja aftur," sagði Neville.

„Ég sé ekki að form leikmanna sé áhyggjuefni. Ég sé ekki að þeir þurfi að æfa í fjórar eða fimm vikur. Þegar undirbúningstímabil er í gangi þá eru þeir byrjaðir að taka æfingaleiki eftir tíu daga, eftir sex vikna sumafrí."
Athugasemdir
banner