Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 27. maí 2022 22:24
Anton Freyr Jónsson
Aron Elí: Augljóslega hefur það einhver áhrif
Lengjudeildin
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Mynd: Raggi Óla

„Ég er svekktur auðvitað, þetta var skrítin leikur. Við byrjuðum frekar vel og fannst við vera með þá í spilinu og náðum að spila í gegnum pressuna hjá þeim í fyrri hálfleik allavega og svona hefur svolítið verið undanfarið að við höfum náð að nýta færin sem við erum að fá úr þessu uppspili og þá auðvitað refsar hitt liðið ef þeir eru með góða leikmenn fram á við og það var svolítið það sem gerðist í dag."


Lestu um leikinn: HK 2 -  0 Afturelding

Afturelding spilaði hörkuleik á móti Vestra á Ísafirði í bikarnum fyrr í vikunni í leik sem fór alla leið í framlengingu og segir Aron Elí það sitja í leikmannahópi Aftureldingar

„Já ég held að það sé klárt, það fóru þrír útaf meiddir hjá okkur í dag og nú þegar nokkrir meiddir og aðrir spiluðu 120 mínútur í hörku leik á móti Vestra um daginn og á grasi sem hjálpaði ekki. Við keyrðum fram og til baka á einum degi þannig það er svona kannski ekkert sem við eigum að kvarta yfir en augljóslega hefur það einhver áhrif."

Afturelding hefur verið að spila flottan bolta og var Aron Elí spurður hvort það færi ekki að styttast í fyrsta sigurinn.

„Já, það hlýtur að koma að því. Við erum búnir að spila flottan bolta í eiginlega öllum leikjunum, það er kannski erfitt að tala alltaf um það og klára aldrei leikina þannig við vinnum Gróttu næsta Föstudag." sagði Aron Elí, fyrirliði Aftureldingar.


Athugasemdir
banner