Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 27. maí 2022 17:30
Elvar Geir Magnússon
England heimsækir Ítalíu á San Siro
Mynd: Getty Images
Þjóðadeildarleikur Ítalíu og Englands þann 23. september verður á hinum goðsagnakennda San Siro leikvangi. Ítalska fótboltasambandið tilkynnti þetta í morgun.

Liðin er í riðli með Ungverjalandi og Þýskalandi í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Ítalía endaði í þriðja sæti Þjóðadeildarinnar síðast en liðið vann Evrópumeistaratitilinn á Wembley þegar sigur vannst gegn Englandi í vítaspyrnukeppni.

Ítalíu mistókst hinsvegar að komast á HM í Katar.

San Siro er í Mílanó og er heimavöllur Inter og nýkrýndra Ítalíumeistara AC Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner