Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
banner
   fös 27. maí 2022 22:25
Anton Freyr Jónsson
Leifur Andri hrósaði Aftureldingu: Þeir eru komnir helvíti langt
Lengjudeildin
Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK
Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK
Mynd: Haukur Gunnarsson

„Mér líður mjög vel. Frábær leikur hjá okkur, verð samt að hrósa Aftureldingu þeir voru að spila erfiðan leik á Þriðjudaginn sem fór í framlengingu og þeir voru helvíti öflugir, þeir eru komnir helvíti langt miðavið síðast þegar ég spilaði við þá og það eru nokkur ár síðan." sagði Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK eftir góðan sigur á Aftureldingu fyrr í kvöld. 


Lestu um leikinn: HK 2 -  0 Afturelding

„Við fengum betri færi en þeir voru mjög góðir í að halda boltanum og þorðu í mjög mikið en síðan stigum við aðeins upp á þá og áttuðum okkur aðeins á því hvað þeir væru að gera og þá höndluðum við þetta helvíti vel."

Leifur Andri Leifsson segir að liðið sé hundfúlt með stigasöfnunina það sem af er móti en í kvöld var allt HK liðið rétt stillt. 

„Já við erum náttúrulega hundfúlir að vera ekki með fleiri stig. Hausinn þarf að vera í lagi og það er númer eitt,tvö og þrjú. Við þurfum að mæta af krafti í alla þessa leiki og við gerðum það í dag þannig við þurfum að halda því áfram og ekki að taka þessu sem sjálfsögðum hlut að vera spila hérna."

„Við ætlum bara upp um deild, það er ekkert flóknara en það." sagði Leifur Andri að lokum.


Athugasemdir
banner