Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. maí 2022 20:29
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Kórdrengir sóttu stig til Fjölnis
Lengjudeildin
Mynd: Baldvin Berndsen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fjölnir 1 - 1 Kórdrengir
1-0 Reynir Haraldsson ('45)
1-1 Þórir Rafn Þórisson ('90)


Fjölnir og Kórdrengir áttust við í fyrsta leik kvöldsins í Lengjudeild karla og úr varð hörkuslagur.

Það ríkti nokkuð jafnræði með liðunum framan af en heimamenn voru hættulegri í Grafarvoginum og átti Lúkas Logi Heimisson skalla í slánna í fyrri hálfleik.

Þegar menn voru að gera sig tilbúna til að ganga til búningsklefa í leikhlé leit fyrsta markið dagsins ljós. Reynir Haraldsson slapp þá í gegn eftir frábæra sendingu innfyrir vörnina, Reynir tók eina snertingu áður en hann hamraði boltanum í netið.

Staðan var því 1-0 í hálfleik og gerðist lítið marktækt í síðari hálfleik, allt þar til á lokamínútum leiksins þegar Kórdrengir lögðu mikinn þunga í sóknina.

Sá þungi skilaði sér með jöfnunarmarki á 90. mínútu. Þórir Rafn Þórisson skoraði þá eftir langa stórsókn Kórdrengja og jafnaði.

Menn voru þó hvergi hættir og enginn að sætta sig við jafnteflið, bæði lið fengu góðar sóknir í uppbótartíma en inn fór boltinn ekki og niðurstaðan jafntefli.

Bæði lið eru búin að spila fjórar umferðir í Lengjudeildinni í sumar. Fjölnir er með sjö stig og Kórdrengir með fimm.

Sjáðu textalýsinguna


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner