Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 27. maí 2022 16:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: RÚV 
Óskar segir Heimi að einhverju leyti hafa rétt fyrir sér
,,Í grunninn er áhætturstýringin og ákvarðanatakan orðin betri''
Að verða betri í að leysa vandamálin sem þeir standa frammi fyrir - til þess eru menn í þessu
Að verða betri í að leysa vandamálin sem þeir standa frammi fyrir - til þess eru menn í þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Held ég búinn að átta sig á því að hann er ekki að fara vinna með þennan fótbolta sem hann hefur spilað síðustu tvö ár
Held ég búinn að átta sig á því að hann er ekki að fara vinna með þennan fótbolta sem hann hefur spilað síðustu tvö ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var sérstaklega spurður út í topplið Breiðabliks eftir leik Vals og Stjörnunnar á dögunum. Heimir hrósaði þjálfaranum, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, fyrir spilamennsku Breiðabliks í upphafi móts.

„Ég hef auðvitað líta Blikarnir ofboðslega vel út og hafa spilað virkilega vel. Það sem hefur gerst með Breiðablik er að Óskar er held ég búinn að átta sig á því að hann er ekki að fara vinna með þennan fótbolta sem hann hefur spilað síðustu tvö ár og er farinn að beita mikið meira af lengri sendingum og vera þéttari til baka. Það er ávísun á góða hluti," sagði Heimir.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  2 Valur

Gunnar Birgisson, fréttamaður RÚV, spurði Óskar út í þessi ummæli Heimis í viðtali eftir sigur Breiðabliks á Val í Mjólkurbikarnum í gær.

„Auðvitað hefur Heimir að einhverju leyti rétt fyrir sér. En ég vil frekar setja þetta upp þannig að að stærstum hluta erum við farnir að taka betri ákvarðanir og velja betur."

„Vissulega komu upp stöður í dag þar sem við völdum ekki rétt og litum kannski illa út en svona í grunninn er áhætturstýringin orðin betri, ákvarðanatakan betri. Þess vegna erum við í þessu, til þess að menn verði betri í þeim stöðum sem þeir lenda í, að leysa vandamálin sem þeir standa frammi fyrir. Mér hefur fundist það að mörgu leyti vera styrkur liðsins í sumar."

„Við höfum ekki alltaf verið að spila einhvern brasilískan bílastæðabolta - sambabolta. Það hafa komið kaflar í leikjum þar sem við höfum verið mjög góðir en svo höfum við dottið niður þess á milli. Mér finnst þessi leikur kannski sá heilsteyptasti af þeim öllum og ég er auðvitað bara mjög ánægður með það og er stoltur af liðinu,"
sagði Óskar við RÚV.

Sjá einnig:
Óskar Hrafn orðaður við stöðuna hjá AGF

Hér að neðan má sjá viðtal Óskars við Fótbolta.net í gær.
Óskar Hrafn: Mistök sem við höfum verið lausir við í sumar
Athugasemdir
banner
banner