Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 27. maí 2022 09:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Putellas, Miedema, Hegerberg og Agla María
Agla María í leik með Blikum í Meistaradeildinni.
Agla María í leik með Blikum í Meistaradeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meistaradeild kvenna kláraðist á dögunum og var það Lyon sem stóð uppi sem sigurvegari. Var það í annað sinn sem Sara Björk Gunnarsdóttir er í sigurliði Meistaradeildarinnar.

Barcelona var silfurliðið að þessu sinni, en þær áttu markahæsta leikmann keppninnar; bestu fótboltakonu í heimi í augnablikinu, Alexia Putellas.

Þegar listinn yfir markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar var opinberaður, þá mátti sjá þar nafn sem við Íslendingar þekkjum vel: Öglu Maríu Albertsdóttur.

Agla María spilar núna með Häcken í Svíþjóð en hún lék með Breiðabliki í Meistaradeildinni og hjálpaði hún liðinu að fara alla leið í riðlakeppnina með því að skora alls sex mörk í keppninni.

Agla María er þarna á lista með Putellas, Vivianne Miedema og Ödu Hegerberg svo einhverjar séu nefndar.


Athugasemdir
banner
banner
banner