Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 27. maí 2023 17:55
Brynjar Ingi Erluson
Helgi Sig: Liðið er að vinna sem ein heild og það veitir á gott
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Helgi Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur, var auðvitað sáttur með 2-0 sigurinn á Vestra í Lengjudeild karla í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 Grindavík

Grindvíkingar hafa gert vel í byrjun móts og eru með 10 stig eftir fjóra leiki og ekki enn fengið á sig mark.

Óskar Örn Hauksson gerði bæði mörk gestanna í leiknum en Helgi var sérstaklega ánægður við liðsframmistöðuna í dag.

„Mjög ánægður að koma hingað og vinna og halda áfram að halda okkar sigurvenjum. Það er mjög erfitt að koma hingað og vinna en við gerðum það mjög vel í dag. Þeir sköpuðu sér lítið sem ekkert á okkur og fengu eitt skot í slánna í lok leiks og eitt færi sem markvörðurinn okkar gerði mjög vel í að verja í seinni hálfleiknum en heilt yfir fannst mér við heldur sterkari.“

„Þá má aldrei gefa Vestra eitt né neitt í þessu því þeir hætta aldrei en það sem ég var mjög ánægður með var liðsframmistaðan og hvernig menn eru tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan. Við lentum í meiðslum í leiknum og þá koma menn inn og berjast fyrir málstaðinn og það er það sem maður horfir í. Liðið er að vinna sem ein heild og það veitir á gott,“
sagði Helgi í lokin við Fótbolta.net.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner