Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   mán 27. maí 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Emery skrifaði undir fimm ára samning við Aston Villa (Staðfest)
Unai Emery.
Unai Emery.
Mynd: Getty Images
Unai Emery hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Aston Villa en hann kom liðinu í Meistaradeildina á liðnu tímabili.

Villa sat í 17. sæti úrvalsdeildarinnar þegar Spánverjinn tók við í október 2022. Hann endaði með liðið í sjöunda sæti fyrsta tímabilið og svo í fjórða á þessu.

„Ég er virkilega ánægður með þetta skref og þá ábyrgð að leiða félagið. Það er frábært andrúmsloft hjá Aston Villa og við erum virkilega spennt að halda áfram ferðalagi okkar," segir Emery.

Emery er fyrrum stjóri Sevilla og Arsenal. Fyrir rúmum mánuði gerði hann þriggja ára samning við Villa en nú er hann samningsbundinn til 2029.


Athugasemdir
banner
banner
banner