Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
   mán 27. maí 2024 23:32
Brynjar Ingi Erluson
Napoli vonast til að ganga frá samningum við Conte fyrir vikulok
Mynd: Getty Images
Ítalski þjálfarinn Antonio Conte er að færast nær ítalska félaginu Napoli en viðræður munu halda áfram á morgun. Þetta segir Fabrizio Romano á X.

Conte hefur ekkert þjálfað síðan hann var látinn fara frá Tottenham snemma á síðasta ári.

Hann hefur tekið sér dágóðan tíma í að velja sér næsta verkefni en hann er nú að snúa aftur í fótboltann.

Verkefni hans er að koma Napoli aftur meðal bestu liða á Ítalíu, en liðið tók svakalega dýfu á síðasta tímabili eftir að hafa verið meistari tímabilið á undan.

Walter Mazzarri var rekinn í febrúar og var Francesco Calzona fenginn til að stýra liðinu út tímabilið.

Fabrizio Romano segir að Conte og Napoli séu nálægt því að ná saman, en viðræður halda áfram á morgun. Aurelio Di Laurentiis, forseti Napoli, er vongóður um að ganga frá samningum fyrir vikulok.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner