Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   mán 27. maí 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland í dag - Dusseldorf með annan fótinn í Bundesliga
Mynd: Getty Images

Ísak Bergmann Jóhannesson og félagaar í Dusseldorf eru komnir með annan fótinn í Bundesliguna en síðari leikur liðsins gegn Bochum í umspilinu fer fram í kvöld.


Dusseldorf vann fyrri leikinn á útivelli 3-0 og er liðið því í virkilega góðri stöðu fyrir heimaleikinn í kvöld.

Ísak byrjaði fyrri leikinn á bekknum en kom inná þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Liðið hafnaði í 3. sæti í næst efstu deild en Ísak lék 29 leiki í deildinni,skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt. Hann er á láni frá FC Kaupmannahöfn og verður áhugavert að sjá hvað hann gerir í sumar.

Leikur dagsins
18:30 Dusseldorf - Bochum


Athugasemdir
banner
banner
banner