„Við komum sterkir til baka og skorum fjögur mörk, þurftum reyndar framlengingu til þess. Þetta var erfitt, Fylkir er með hörkulið," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-2 sigur á Fylki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
„Það var frábært veður, rigning, besta fótboltaveður sem kosið er á, góður völlur og góð skemmtun fyrir áhorfendur."
„Það var frábært veður, rigning, besta fótboltaveður sem kosið er á, góður völlur og góð skemmtun fyrir áhorfendur."
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 2 Fylkir
„Menn voru orðnir mjög þreyttir og þá var þetta spurning um að hafa karakter og klára. Við vorum með mann inn á, Höskuld, til þess að skora þau tvö mörk sem þurfti til. Það dugði okkur í dag."
Breiðablik er komið í undanúrslit bikarsins og er í titilbaráttu í Pepsi Max-deildinni. Gústi segir að Blikarnir ætli sér titil.
„Það er eitt skref í einu, en við ætlum okkur titil. Við vorum búnir að setja það okkur markmið. Hvort það sé bikar, Íslandsmót, Evrópukeppni eða allir. Það verður bara að koma í ljós. Við ætlum okkur titil."
Gísli Eyjólfsson er kominn til Breiðabliks, en það gætu fleiri leikmenn dottið inn.
Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir