Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
   fim 27. júní 2019 22:31
Magnús Þór Jónsson
Gústi Gylfa: Bikar, Íslandsmót, Evrópukeppni eða allir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við komum sterkir til baka og skorum fjögur mörk, þurftum reyndar framlengingu til þess. Þetta var erfitt, Fylkir er með hörkulið," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-2 sigur á Fylki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Það var frábært veður, rigning, besta fótboltaveður sem kosið er á, góður völlur og góð skemmtun fyrir áhorfendur."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 Fylkir

„Menn voru orðnir mjög þreyttir og þá var þetta spurning um að hafa karakter og klára. Við vorum með mann inn á, Höskuld, til þess að skora þau tvö mörk sem þurfti til. Það dugði okkur í dag."

Breiðablik er komið í undanúrslit bikarsins og er í titilbaráttu í Pepsi Max-deildinni. Gústi segir að Blikarnir ætli sér titil.

„Það er eitt skref í einu, en við ætlum okkur titil. Við vorum búnir að setja það okkur markmið. Hvort það sé bikar, Íslandsmót, Evrópukeppni eða allir. Það verður bara að koma í ljós. Við ætlum okkur titil."

Gísli Eyjólfsson er kominn til Breiðabliks, en það gætu fleiri leikmenn dottið inn.

Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner