Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 27. júní 2019 22:31
Magnús Þór Jónsson
Gústi Gylfa: Bikar, Íslandsmót, Evrópukeppni eða allir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við komum sterkir til baka og skorum fjögur mörk, þurftum reyndar framlengingu til þess. Þetta var erfitt, Fylkir er með hörkulið," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-2 sigur á Fylki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Það var frábært veður, rigning, besta fótboltaveður sem kosið er á, góður völlur og góð skemmtun fyrir áhorfendur."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 Fylkir

„Menn voru orðnir mjög þreyttir og þá var þetta spurning um að hafa karakter og klára. Við vorum með mann inn á, Höskuld, til þess að skora þau tvö mörk sem þurfti til. Það dugði okkur í dag."

Breiðablik er komið í undanúrslit bikarsins og er í titilbaráttu í Pepsi Max-deildinni. Gústi segir að Blikarnir ætli sér titil.

„Það er eitt skref í einu, en við ætlum okkur titil. Við vorum búnir að setja það okkur markmið. Hvort það sé bikar, Íslandsmót, Evrópukeppni eða allir. Það verður bara að koma í ljós. Við ætlum okkur titil."

Gísli Eyjólfsson er kominn til Breiðabliks, en það gætu fleiri leikmenn dottið inn.

Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner