Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. júní 2020 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segja Cloe Lacasse mögulega á leiðinni í Val
Cloe í leik gegn Val.
Cloe í leik gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sagt var frá því í hlaðvarpsþættinum Dr Football í vikunni að Cloe Lacasse gæti verið á leið til Íslandsmeistara Vals.

Cloe, sem er 26 ára gömul, er fædd og uppalin í Kanada. Hún spilaði á Íslandi frá 2015 til 2019, þá með ÍBV við frábæran orðstír. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári, en hefur ekki enn fengið leyfi til að spila fyrir íslenska landsliðið.

Cloe gekk í raðir portúgalska félagsins á síðasta ári, en gæti verið á leið heim til Íslands ef marka má það sem kom fram í Dr Football.

„Cloe Lacasse gæti verið á leiðinni í Val, það er risastórt," sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson í þættinum.

Síðar í þættinum var talað um það hvernig Valur myndi spila ef Cloe myndi koma á Hlíðarenda.

„Er hann að fara henda Fanndísi úr liðinu?" spurði Hjörvar, en þá sagði Hrafnkell: „Nei, ég myndi segja að Ída (María Hermannsdóttir) eða Ásdís (Karen Halldórsdóttir) detti úr liðinu. Þá mun Valur líklega henda í tígulmiðju með Cloe og Elín Mettu frammi, Hlín hægra megin og Fanndís vinstra megin. Cloe getur einnig verið út á vinstri kanti."

Valur hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína í Pepsi Max-deild kvenna.


Athugasemdir
banner
banner
banner