Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 27. júní 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líklegt að HK skoði markaðinn - „Hressilega búinn að bæta þá tölfræði"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Ingi Sigurðarson hefur gert flotta hluti á láni hjá HK í Lengjudeildinni. Stefán Ingi kom á láni frá Breiðabliki og verður hjá HK þar til hann fer til Bandaríkjanna til að klára nám við Boston College.

Stefán er 21 árs gamall framherji sem var á láni hjá ÍBV á síðasta tímabili. Stefán á að mæta til Boston snemma í ágúst.

Í fimm leikjum í Lengjudeildinni hefur hann skorað fjögur mörk og í tveimur leikjum í Mjólkurbikarnum hefur hann skorað sex mörk - þar af fjögur í 6-0 bikarsigri gegn Dalvík/Reyni í gær.

Sjá einnig:
Bestur í 8. umferð - Takið vegabréfið af honum og felið það

Frosti Reyr Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar HK, ræddi við Fótbolta.net í dag og var hann spurður út í Stefán. Þarf HK að fá leikmann inn í júlí í staðinn fyrir Stefán?

„Mér finnst mjög líklegt að við skoðum það, erum opnir fyrir því að fá mann inn í staðinn. Stefán er búinn að standa sig vel."

Er Stefán búinn að standa sig framar væntingum?

„Já, það má segja það. Við vissum að hann myndi skora mark á 150 mínútna fresti en hann er hressilega búinn að bæta þá tölfræði. Við áttum von á miklum gæðum og markaskorara og hann hefur heldur betur staðið undir því. Hann er að falla vel inn í hópinn og er frábær einstaklingur," sagði Frosti.
Athugasemdir
banner