Nei það að fara í framlengingu er ekkert það versta sem gerist í lífinu, það hefði bara verið gaman en vissulega var ljúft að klára þetta venjulegum leiktíma.
Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 2 - 3 sigur á ÍA í 16. liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 3 Breiðablik
Mér fannst við svona afhenda þeim aðeins yfirhöndina í seinni hálfleiknum eftir að hafa verið með yfirhöndina í fyrri hálfleik og mikið mikið betri. En svo er Skagaliðið bara það gott að ef þú gefur þeim smá líflínu að þá taka þeir hana.
Ég veit ekki hvort að það er kæruleysi eða hvort þér líður bara vel og ert búinn að að vera með kontról og svo bara er það eðli mannskepnunnar einhvernveginn að vera værukær. Þetta var einhvernveginn meira værukærð en kæruleysi.
Nánar er rætt við Óskar Hrafn í sjónvarpinu hér að ofan. Meðal annars rætt um álagið framundan, Ísak Snæ og Jason Daða og þeirra framtíð ofl.