Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
   þri 27. júní 2023 21:27
Arnar Laufdal Arnarsson
Betri andstæðingur hefði refsað oftar - „Ekkert eðlilega pirrandi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik vann öruggan 7-1 sigur á Tre Penne frá San Marínó í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld.

Fótbolti.net ræddi við Damir Muminovic varnarmann Blika eftir leikinn.


„Mér fannst við geta skorað fleiri mörk, geta verið aðeins betri fyrir framan markið og það er ekkert eðlilega pirrandi að fá þetta mark á sig. Þetta má ekki í svona keppni, betri andstæðingur myndi refsa okkur oftar," sagði Damir.

„Menn þurfa að vera í betri fókus varnarlega, ekki bara þeir sem voru þarna heldur allir. Það er ekkert erfitt að díla við þetta en við þurfum að læra af þessu."

Damir var ekki með liðinu þegar Blikar töpuðu 5-2 í Kópavogsslagnum gegn HK á dögunum. það var erfitt fyrir hann að horfa upp á það.

„Það var mjög stressandi, ég held ég hafi misst svona þrjú kíló. Þetta var einn af þessum dögum, þetta kemur fyrir öll lið, við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu, þetta er búið," sagði Damir.


Athugasemdir
banner