Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   þri 27. júní 2023 21:27
Arnar Laufdal Arnarsson
Betri andstæðingur hefði refsað oftar - „Ekkert eðlilega pirrandi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik vann öruggan 7-1 sigur á Tre Penne frá San Marínó í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld.

Fótbolti.net ræddi við Damir Muminovic varnarmann Blika eftir leikinn.


„Mér fannst við geta skorað fleiri mörk, geta verið aðeins betri fyrir framan markið og það er ekkert eðlilega pirrandi að fá þetta mark á sig. Þetta má ekki í svona keppni, betri andstæðingur myndi refsa okkur oftar," sagði Damir.

„Menn þurfa að vera í betri fókus varnarlega, ekki bara þeir sem voru þarna heldur allir. Það er ekkert erfitt að díla við þetta en við þurfum að læra af þessu."

Damir var ekki með liðinu þegar Blikar töpuðu 5-2 í Kópavogsslagnum gegn HK á dögunum. það var erfitt fyrir hann að horfa upp á það.

„Það var mjög stressandi, ég held ég hafi misst svona þrjú kíló. Þetta var einn af þessum dögum, þetta kemur fyrir öll lið, við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu, þetta er búið," sagði Damir.


Athugasemdir
banner
banner