Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   þri 27. júní 2023 21:27
Arnar Laufdal Arnarsson
Betri andstæðingur hefði refsað oftar - „Ekkert eðlilega pirrandi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik vann öruggan 7-1 sigur á Tre Penne frá San Marínó í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld.

Fótbolti.net ræddi við Damir Muminovic varnarmann Blika eftir leikinn.


„Mér fannst við geta skorað fleiri mörk, geta verið aðeins betri fyrir framan markið og það er ekkert eðlilega pirrandi að fá þetta mark á sig. Þetta má ekki í svona keppni, betri andstæðingur myndi refsa okkur oftar," sagði Damir.

„Menn þurfa að vera í betri fókus varnarlega, ekki bara þeir sem voru þarna heldur allir. Það er ekkert erfitt að díla við þetta en við þurfum að læra af þessu."

Damir var ekki með liðinu þegar Blikar töpuðu 5-2 í Kópavogsslagnum gegn HK á dögunum. það var erfitt fyrir hann að horfa upp á það.

„Það var mjög stressandi, ég held ég hafi misst svona þrjú kíló. Þetta var einn af þessum dögum, þetta kemur fyrir öll lið, við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu, þetta er búið," sagði Damir.


Athugasemdir
banner