Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   þri 27. júní 2023 21:27
Arnar Laufdal Arnarsson
Betri andstæðingur hefði refsað oftar - „Ekkert eðlilega pirrandi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik vann öruggan 7-1 sigur á Tre Penne frá San Marínó í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld.

Fótbolti.net ræddi við Damir Muminovic varnarmann Blika eftir leikinn.


„Mér fannst við geta skorað fleiri mörk, geta verið aðeins betri fyrir framan markið og það er ekkert eðlilega pirrandi að fá þetta mark á sig. Þetta má ekki í svona keppni, betri andstæðingur myndi refsa okkur oftar," sagði Damir.

„Menn þurfa að vera í betri fókus varnarlega, ekki bara þeir sem voru þarna heldur allir. Það er ekkert erfitt að díla við þetta en við þurfum að læra af þessu."

Damir var ekki með liðinu þegar Blikar töpuðu 5-2 í Kópavogsslagnum gegn HK á dögunum. það var erfitt fyrir hann að horfa upp á það.

„Það var mjög stressandi, ég held ég hafi misst svona þrjú kíló. Þetta var einn af þessum dögum, þetta kemur fyrir öll lið, við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu, þetta er búið," sagði Damir.


Athugasemdir
banner