Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
Jón Þór: Eina skilyrðið sem ég setti fyrir að leyfa þessa skó var svona mark
Viktor Jóns: Loksins skorar hann
Tryggvi Hrafn: Þegar þeir skora koðnum við niður
Kjartan Henry: Það er engin klisja
Dóri Árna: Vorkenni því fólki sem greiddi sig inn á völlinn
Reynir að þakka traustið - „Heimir lætur okkur æfa alveg nóg"
Steini Eiðs: Óþarfa stress miðað við yfirburðina í leiknum
Viðar Örn: Barnalegt af mér að vera spila fyrstu 4-5 leikina
Ómar Ingi: Held að allir hafi séð nema Vilhjálmur að þetta hafi farið í hendina
Rúnar Páll er mjög spenntur: Það er gír í okkur
Jökull óánægður með varnarleikinn: Vonbrigði fyrir okkur
Talar um einbeitingaleysi - „Það er ástæðan afhverju við erum í veseni“
Snýst ekki um að bíða eftir sigrinum - „Mæta á æfingar og æfa vel“
   fim 27. júní 2024 21:55
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Smári: Alveg sorglega léleg blaðamennska
Davíð Smári Lamude
Davíð Smári Lamude
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
William Eskelinen átti góðan leik í marki Vestra
William Eskelinen átti góðan leik í marki Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð svaraði Bjarna Helgasyni, sem kallaði eftir afsökunarbeiðni frá Vestra
Davíð svaraði Bjarna Helgasyni, sem kallaði eftir afsökunarbeiðni frá Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra í Bestu deild karla, talaði við Fótbolta.net eftir 3-1 tap liðsins gegn Fram á Kerecis-vellinum á Ísafirði í dag en hann fór yfir leikinn, framhaldið og svaraði þá Bjarna Helgasyni, blaðamanni Morgunblaðsins og mbl.is, vegna ásakana um lygar.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  3 Fram

Að minnsta kosti tíu leikmenn Vestra áttu slæman dag gegn Frömurum í dag.

Vestri var að spila annan heimaleik sinn á Ísafirði en í síðustu umferð tapaði liðið 5-1 fyrir sterku liði Vals.

„Gríðarlega svekkjandi. Við hentum okkar skipulagi og leikplani út um gluggann eftir að við fengum á okkur eitt mark. Við förum að reyna að gera hlutina sjálfir og ætluðum að leita að úrslitasendingu og reyna skora tvö mörk í hverri sókn. Það boðar ekki gott.“

„Ég sem þjálfari verð að taka það á mig ef menn eru ekki að berjast fyrir hvorn annan. Það er það sem ég er ráðinn í, að þjappa mönnum saman og gera þá tilbúna í leik. Við nýttum það sem við lögðum upp í tuttugu mínútur og síðan hentum við því út um gluggann,“
sagði Davíð Smári við Fótbolta.net.

Sænski markvörðurinn William Eskelinen hefur átt erfitt tímabil til þessa en steig upp í þessum leik. Davíð gagnrýndi hann harðlega fyrir frammistöðuna á móti Val og svaraði Eskelinen þeirri gagnrýni á vellinum í dag.

„Þegar maður er með stóra persónuleika þá getur maður gagnrýnt þá. William er stór persónuleiki og góður markmaður, en hann hefur ekki náð að sýna það í sumar. Stundum þurfa menn bara smá spark í rassinn til að ná að spyrna sér frá botninum og mér fannst William ná að gera það, en nú þarf liðið mitt að gera það.“

Eiður Aron Sigurbjörnsson og Morten Hansen snéru í byrjunarlið Vestra. Eiður fór af velli í hálfleik og þá spilaði Morten klukkutíma í dag. Var of snemmt að setja þá inn?

„Það má vel vera að það sé hægt að gagnrýna það. Við höfum verið í miklu hafsentabrasi og það er gríðarleg reynsla í Eið og Morten. Að koma þeim inn í þetta þá hefði fyrirfram verið erfitt fyrir hvaða þjálfara sem er að sleppa því, því þeir eru klárir.“

Hvað tekur við?

„Nú er komið að liðinu mínu að spyrna sér frá botninum. Fyrstu tuttugu fínar, restin af leiknum ekki nægilega góð. Skipulagsleysi og ákveðið andleysi í liðinu, sem er alls ekki nægilega gott. Við vorum með frábæran hálfleik á móti Val í síðasta leik og svo fjarar undan þessu. Gengi liðsins hefur verið slitótt og frammistaðan, en auðvitað má ekki gleyma því að við höfum verið að díla við ofboðslega mikið af meiðslum á hópnum. Við erum búnir að vera mikið í ferðalögum en nú þurfum við að þjappa okkur saman og fara gera þetta sem ein liðsheild og þá held ég að við séum á fínum stað.“

„Sorglega léleg blaðamanneska“

Eftir leik Fylkis og Vestra þann 18. júní sakaði Davíð Smári leikmann Fylkis um kynþáttaníð í garð leikmanns Vestra. Málið var tilkynnt til KSÍ, sem safnaði gögnum og ákvað síðan í kjölfarið að aðhafast ekki frekar.

Í skoðanapistli Morgunblaðsins skrifaði Bjarni Helgason að allt tal um kynþáttaníð væri rógburður. Kallaði hann þá eftir afsökunarbeiðni frá Vestra fyrir að ásaka Árbæinga um kynþáttaníð frammi fyrir alþjóð.

   27.06.2024 09:55
Kallar eftir afsökunarbeiðni frá Vestra - „Fyrst og fremst róg­b­urður“


Davíð Smári svarar Bjarna fullum hálsi en hann segir þetta sorglega lélega blaðamennsku.

„Ég er búinn að lesa þessa grein og ætla að vera hreinskilinn. Mér finnst þetta sorglega léleg blaðamennska þar sem hann talar við annan aðilann í málinu og í öðru lagi er hann stuðningsmaður annars liðsins. Mér finnst þetta rosalega léleg blaðamennska og ætla að vera alveg hreinskilinn með það. Mér finnst eiginlega skammarlegt að þessi aðili sé titlaður sem aðstoðar ritstjóri íþróttadeildar Morgunblaðsins. Það er eitthvað sem ætti að vera skoðað alvarlega það því það er verið að ásaka okkur um lygar.“

„Ég held að það fari ekkert á milli mála að upplifun míns leikmanns í leiknum er þessi og hún er mjög alvarleg og ef ég ætla eitthvað að fara leyna því sem gerist þar finnst mér ekki rétt. Ég sem þjálfari leikmannsins verð að verja minn leikmann og við tilkynnum þetta til KSÍ sem var ákvörðun klúbbsins. Við sjáum ekki eftir neinu og miðað við viðbrögð leikmanns okkar er það galin hugmynd að hann sé að gera sér þetta upp,“
sagði Davíð í lokin.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 13 9 3 1 32 - 13 +19 30
2.    Breiðablik 13 8 2 3 27 - 15 +12 26
3.    Valur 13 7 4 2 32 - 18 +14 25
4.    ÍA 12 6 2 4 24 - 17 +7 20
5.    FH 12 6 2 4 22 - 21 +1 20
6.    Fram 12 4 4 4 18 - 18 0 16
7.    Stjarnan 13 5 1 7 24 - 28 -4 16
8.    KR 12 3 4 5 22 - 24 -2 13
9.    HK 12 4 1 7 15 - 23 -8 13
10.    KA 12 3 2 7 19 - 28 -9 11
11.    Vestri 12 3 1 8 15 - 31 -16 10
12.    Fylkir 12 2 2 8 18 - 32 -14 8
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner