Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA í Inkasso-deildinni, skoraði glæsilegt mark í 5-0 sigri liðsins á Þór í kvöld en hann var sáttur með þennan öfluga sigur.
Lestu um leikinn: ÍA 5 - 0 Þór
Arnar skoraði þriðja mark leiksins en það kom af rúmlega 55 metra færi og söng í netinu.
Þetta var öflugur sigur gegn Þór sem er í efsta pakkanum með ÍA en hann ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.
„Geggjaður sigur og geggjuð frammistaða hjá okkur. Það var allt sem við ætluðum að gera í þessum leik gekk upp," sagði Arnar Már við Fótbolta.net.
„Við svöruðum þessu á vellinum í dag og það var vitað að við myndum ekki vinna alla leiki í þessu móti. Við stimpluðum okkur aftur í toppbaráttuna með þessu."
„Við náðum að þreyta þá og svo var smá vindur með okkur í seinni og það hefur áhrif þó það sé ekkert brjálað."
„Ég þekki landslagið á þessum velli og ákvað að nýta mér það, nei nei, ég sá að hann var framarlega og ég veit að ég get skotið boltanum og bara why not?" sagði Arnar í lokin.
Athugasemdir

























