Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 27. júlí 2021 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frederik svolítið gleymdur - Freyr hrósar honum mikið
Icelandair
Frederik Schram.
Frederik Schram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frederik Schram átti að byrja hjá Lyngby á sunnudag þegar liðið vann 2-1 sigur á Nykobing í fyrsta deildarleik sínum á tímabilinu í dönsku B-deildinni.

Þetta segir Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Frederik meiddist hins vegar tveimur dögum fyrir leik og verður frá í nokkrar vkur.

„Hann er búinn að vera frábær, verið virkilega öflugur á undirbúningstímabilinu," segir Freyr. Hann átti að byrja leikinn í gær (á sunnudag) en varð fyrir því óláni - tveimur dögum fyrir leik - að fara úr lið á fingri og sleit liðband. Hann verður frá í nokkrar vikur. Hann er óheppinn. Það var stefnan að hann myndi byrja fyrsta leik, það leit þannig út."

Það má segja að Frederik hafi gleymst í umræðunni hér á landi þar sem hann hefur ekki spilað mikið undanfarin ár. Hann var í HM hópi Íslands 2018 sem einn af þremur markvörðum liðsins.

Getur hann komist aftur í landsliðshópinn?

„Frederik er gríðarlega hæfileikaríkur markvörður og er búinn að bæta sig mikið í fótunum. Hann hefur alltaf verið geggjaður að verja, taka fyrirgjafir og annað. Hann er búinn að blanda því inn að geta spilað boltanum vel og sparkað vel. Hann er ungur af markverði að vera og á nóg eftir. Hann verður klárlega góður valmöguleiki fyrir Ísland til framtíðar," segir Freyr.

Frederik er 26 ára gamall og á fimm A-landsleiki að baki. Frederik er fæddur og uppalinn í Danmörku en á íslenska móður og kaus að spila fyrir íslenska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner