Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   þri 27. júlí 2021 20:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Sveins: Héldum haus og kláruðum leikinn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst sanngjarn sigur heilt yfir, við vorum töluvert betra liðið í fyrri hálfleik, sagði Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram eftir sigur gegn Þór á SaltPay vellinum á Akureyri.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  2 Fram

„Leikurinn leystist reyndar upp í svolitla vitleysu með látum, örgum og görgum en við héldum haus og kláruðum leikinn."

Fram var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik en brutu ísinn loksins á loka mínútu fyrri hálfleiks, hefðu geta verið búnir að skora miklu fyrr.

„Já, klárlega, fengum færi til þess en svona er þetta bara í þessu, þetta er inn og út stundum. 1-0 í hálfleik var bara fínt en síðan fannst mér leikurinn leysast upp í vitleysu í seinni hálfleik og við ósáttir með að við náðum ekki að vera rólegri á boltann og spila honum niðri á jörðinni, mér fannst Þórsararnir bjóða uppá það að við hefðum geta farið í gegnum þá í hvert skipti sem við náðum saman 4-5 sendingum."

Jón vissi alveg við hverju mátti búast við af Þór á heimavelli.

„Þórsararnir spila svona og við vissum það alveg, þeir vilja læti og eru hörku lið og erfitt að spila á móti, þeir eru duglegir, berjast og mjög sterkt lið líkamlega þannig að þú þarft að vera tilbúinn í svoleiðis baráttu ef þú ætlar að fá eitthvað á móti þeim og við þurftum að hafa fyrir því í dag."

Þórsarar tóku við sér í síðari hálfleik, var mikið stress á bekknum hjá Fram?

„Jújú, að sjálfsögðu, þeir voru að koma boltanum svolítið inn í teig, þeir eru stórhættulegir með öfluga skallamenn og eins og ég segi aggressívir á boltann þannig að það gat eitthvað dottið inn. Þeir fengu ekki mörg færi, Óli greip það sem að þurfti, eitt mjög gott skallafæri, engu að síður fullt af hættulegum stöðum hjá Þór sem við þurftum að eiga við."
Athugasemdir
banner