Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   þri 27. júlí 2021 20:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Sveins: Héldum haus og kláruðum leikinn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst sanngjarn sigur heilt yfir, við vorum töluvert betra liðið í fyrri hálfleik, sagði Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram eftir sigur gegn Þór á SaltPay vellinum á Akureyri.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  2 Fram

„Leikurinn leystist reyndar upp í svolitla vitleysu með látum, örgum og görgum en við héldum haus og kláruðum leikinn."

Fram var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik en brutu ísinn loksins á loka mínútu fyrri hálfleiks, hefðu geta verið búnir að skora miklu fyrr.

„Já, klárlega, fengum færi til þess en svona er þetta bara í þessu, þetta er inn og út stundum. 1-0 í hálfleik var bara fínt en síðan fannst mér leikurinn leysast upp í vitleysu í seinni hálfleik og við ósáttir með að við náðum ekki að vera rólegri á boltann og spila honum niðri á jörðinni, mér fannst Þórsararnir bjóða uppá það að við hefðum geta farið í gegnum þá í hvert skipti sem við náðum saman 4-5 sendingum."

Jón vissi alveg við hverju mátti búast við af Þór á heimavelli.

„Þórsararnir spila svona og við vissum það alveg, þeir vilja læti og eru hörku lið og erfitt að spila á móti, þeir eru duglegir, berjast og mjög sterkt lið líkamlega þannig að þú þarft að vera tilbúinn í svoleiðis baráttu ef þú ætlar að fá eitthvað á móti þeim og við þurftum að hafa fyrir því í dag."

Þórsarar tóku við sér í síðari hálfleik, var mikið stress á bekknum hjá Fram?

„Jújú, að sjálfsögðu, þeir voru að koma boltanum svolítið inn í teig, þeir eru stórhættulegir með öfluga skallamenn og eins og ég segi aggressívir á boltann þannig að það gat eitthvað dottið inn. Þeir fengu ekki mörg færi, Óli greip það sem að þurfti, eitt mjög gott skallafæri, engu að síður fullt af hættulegum stöðum hjá Þór sem við þurftum að eiga við."
Athugasemdir
banner