Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   þri 27. júlí 2021 20:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Sveins: Héldum haus og kláruðum leikinn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst sanngjarn sigur heilt yfir, við vorum töluvert betra liðið í fyrri hálfleik, sagði Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram eftir sigur gegn Þór á SaltPay vellinum á Akureyri.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  2 Fram

„Leikurinn leystist reyndar upp í svolitla vitleysu með látum, örgum og görgum en við héldum haus og kláruðum leikinn."

Fram var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik en brutu ísinn loksins á loka mínútu fyrri hálfleiks, hefðu geta verið búnir að skora miklu fyrr.

„Já, klárlega, fengum færi til þess en svona er þetta bara í þessu, þetta er inn og út stundum. 1-0 í hálfleik var bara fínt en síðan fannst mér leikurinn leysast upp í vitleysu í seinni hálfleik og við ósáttir með að við náðum ekki að vera rólegri á boltann og spila honum niðri á jörðinni, mér fannst Þórsararnir bjóða uppá það að við hefðum geta farið í gegnum þá í hvert skipti sem við náðum saman 4-5 sendingum."

Jón vissi alveg við hverju mátti búast við af Þór á heimavelli.

„Þórsararnir spila svona og við vissum það alveg, þeir vilja læti og eru hörku lið og erfitt að spila á móti, þeir eru duglegir, berjast og mjög sterkt lið líkamlega þannig að þú þarft að vera tilbúinn í svoleiðis baráttu ef þú ætlar að fá eitthvað á móti þeim og við þurftum að hafa fyrir því í dag."

Þórsarar tóku við sér í síðari hálfleik, var mikið stress á bekknum hjá Fram?

„Jújú, að sjálfsögðu, þeir voru að koma boltanum svolítið inn í teig, þeir eru stórhættulegir með öfluga skallamenn og eins og ég segi aggressívir á boltann þannig að það gat eitthvað dottið inn. Þeir fengu ekki mörg færi, Óli greip það sem að þurfti, eitt mjög gott skallafæri, engu að síður fullt af hættulegum stöðum hjá Þór sem við þurftum að eiga við."
Athugasemdir
banner