Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 27. júlí 2021 21:15
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deild kvenna: Þægilegur sigur hjá Þrótti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 3 - 0 Keflavík
1-0 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('1 )
2-0 Shea Moyer ('47 )
3-0 Guðrún Gyða Haralz ('87)

Lestu um leikinn

Þróttur R. tók á móti nýliðunum frá Keflavík í eina leik kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna og flaug heimaliðið af stað. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði strax á fyrstu mínútu eftir góðan undirbúning frá Dani Rhodes.

Aerial Chavarin komst nálægt því að jafna fyrir Keflavík skömmu síðar en Þróttarar fengu næstu færi. Boltinn rataði ekki í netið þrátt fyrir tilraunir og staðan 1-0 í leikhlé.

Þróttur tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks. Í þetta skiptið átti Ólöf Sigríður stoðsendingu á Shea Moyer sem skoraði. Tiffany Sornpao markvörður Keflavíkur var í knettinum en virtist missa hann í netið.

Ísabel Jasmín Almarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, lenti í tveimur samstuðum og þurfti að hætta leik. Hún var sótt með sjúkrabíl tæpum hálftíma síðar.

Guðrún Gyða Haralz gerði svo þriðja mark Þróttar undir lok leiks og þægilegur sigur í höfn. Nýliðarnir reyndu að klóra í bakkann og átti Tina Marolt skot í slá en inn fór boltinn ekki.

Þróttur er með 18 stig eftir 12 umferðir, jafn Selfossi í þriðja sæti. Keflavík er áfram í fallsæti með 9 stig, tveimur stigum eftir Tindastóli.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner