Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   mið 27. júlí 2022 21:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Geymum fjölskyldumálin fyrir utan fótboltann"
Lengjudeildin
Alexander Már Þorláksson.
Alexander Már Þorláksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ég er virkilega sáttur með stigin þrjú," sagði Alexander Már Þorláksson, sóknarmaður Þórs, eftir 1-2 útisigur gegn Grindavík í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 Þór

Alexander gerði bæði mörk Þórsara í leiknum og er hann núna búinn að skora fimm deildarmörk í sex leikjum fyrir liðið frá því hann kom frá Fram.

„Ég hitti hann mjög vel. Ég ætlaði að skalla hann eins fast og ég gat, og það heppnaðist vel," sagði Alexander um fyrra mark sitt sem var gríðarlega flott.

„Þetta hefur gengið mjög vel og liðinu hefur gengið vel undanfarið. Það er gaman fyrir norðan."

Þorlákur Árnason, faðir Alexanders, er þjálfari Þórs. Hvernig er að spila hjá pabba sínum?

„Það er ekkert erfitt við það. Ég reyni að hugsa um hann sem þjálfara og öfugt held ég. Við geymum fjölskyldumálin fyrir utan fótboltann."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir