Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mið 27. júlí 2022 21:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Geymum fjölskyldumálin fyrir utan fótboltann"
Lengjudeildin
Alexander Már Þorláksson.
Alexander Már Þorláksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ég er virkilega sáttur með stigin þrjú," sagði Alexander Már Þorláksson, sóknarmaður Þórs, eftir 1-2 útisigur gegn Grindavík í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 Þór

Alexander gerði bæði mörk Þórsara í leiknum og er hann núna búinn að skora fimm deildarmörk í sex leikjum fyrir liðið frá því hann kom frá Fram.

„Ég hitti hann mjög vel. Ég ætlaði að skalla hann eins fast og ég gat, og það heppnaðist vel," sagði Alexander um fyrra mark sitt sem var gríðarlega flott.

„Þetta hefur gengið mjög vel og liðinu hefur gengið vel undanfarið. Það er gaman fyrir norðan."

Þorlákur Árnason, faðir Alexanders, er þjálfari Þórs. Hvernig er að spila hjá pabba sínum?

„Það er ekkert erfitt við það. Ég reyni að hugsa um hann sem þjálfara og öfugt held ég. Við geymum fjölskyldumálin fyrir utan fótboltann."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner