
„Ég er virkilega sáttur með stigin þrjú," sagði Alexander Már Þorláksson, sóknarmaður Þórs, eftir 1-2 útisigur gegn Grindavík í Lengjudeild karla í kvöld.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 2 Þór
Alexander gerði bæði mörk Þórsara í leiknum og er hann núna búinn að skora fimm deildarmörk í sex leikjum fyrir liðið frá því hann kom frá Fram.
„Ég hitti hann mjög vel. Ég ætlaði að skalla hann eins fast og ég gat, og það heppnaðist vel," sagði Alexander um fyrra mark sitt sem var gríðarlega flott.
„Þetta hefur gengið mjög vel og liðinu hefur gengið vel undanfarið. Það er gaman fyrir norðan."
Þorlákur Árnason, faðir Alexanders, er þjálfari Þórs. Hvernig er að spila hjá pabba sínum?
„Það er ekkert erfitt við það. Ég reyni að hugsa um hann sem þjálfara og öfugt held ég. Við geymum fjölskyldumálin fyrir utan fótboltann."
Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir