Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 27. júlí 2022 12:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kevin Mbabu til Fulham (Staðfest) - Kauptilboð í Leno samþykkt
Mynd: Fulham
Fulham hefur tilkynnt að félagið hefur fest kaup á Kevin Mbabu og kemur hann frá Wolfsburg í Þýskalandi. Félagið gefur ekki upp kaupverðið en það er talið vera um 6,5 milljónir punda.

Mbabu, sem er 27 ára gamall, er sóknarsinnaður hægri bakvörður sem skrifar undir þriggja ára samning við félagið. Fulham vann Championship deildina síðasta vetur og spilar því í úrvalsdeildinni á komandi tímabili.

Mbabu er svissneskur og er uppalinn hjá Servette. Hann var á mála hjá Newcastle á árunum 2013-17 og kom við sögu í fimm leikjum með aðalliði félagsins. Frá Newcastle var Mbabu bæði lánaður til Rangers og Young Boys áður en hann gekk svo alfarið til Young Boys árið 2017 þar sem hann vann svo deildina í Sviss fyrstu tvö tímabilin sín. Wolfsburg fékk hann svo árið 2019 og þar hefur hann spilað síðan.

Mbabu er landsliðsmaður, á að baki 22 landsleiki og tók við hægri bakvarðarstöðunni þegar Stephan Lichtsteiner lagði skóna á hilluna. Hann er fjórði leikmaðurinn til að ganga í raðir Fulham í sumar. Áður höfðu þeir Joao Palhinha, Andreas Pereira og Manor Solomon gengið í raðir félagsins.

Þá greinir Sky Sports frá því að Fulham hafi náð samkomulagi við Arsenal um kaup á Bernd Leno. Leno er þrítugur markvörður sem Fulham mun greiða átta milljónir punda fyrir. Hann verðru kynntur nýr leikmaður liðsins á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner