Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 27. júlí 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Markahæstir í Bestu og Lengjudeildinni - Óvænt nöfn
Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson í Breiðabliki og Guðmundur Magnússon í Fram eru markahæstir í Bestu deild karla þegar einum leik er ólokið í fjórtándu umferð deildarinnar.

Báðir hafa þeir skorað ellefu mörk. Þess má geta að Gummi Magg er búinn að skora 42% af mörkum Fram í deildinni.

Á eftir þeim kemur Nökkvi Þeyr Þórisson í KA með tíu mörk en óhætt er að fullyrða að enginn hafi spáð þessum sem markahæstu leikmönnum deildarinnar fyrir mót.

Í Lengjudeildinni er Kjartan Kári Halldórsson í Gróttu markahæstur en hann var valinn besti leikmaður fyrri hluta deildarinnar.

Markahæstir í Bestu deildinni:
11 mörk - Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðablik
11 - Guðmundur Magnússon, Fram
10 - Nökkvi Þeyr Þórisson, KA
8 - Emil Atlason, Fram
7 - Patrik Johannesen, Keflavík
7 - Jason Daði Svanþórsson, Breiðablik
5 - Halldór Jón Sigurður Þórðarson, ÍBV
5 - Matthías Vilhjálmsson, FH
5 - Elfar Árni Aðalsteinsson, KA

Markahæstir í Lengjudeildinni:
12 mörk - Kjartan Kári Halldórsson, Grótta
10 - Harley Willard, Þór
8 - Stefán Ingi Sigurðarson, HK
8 - Mathias Laursen, Fylkir
8 - Gonzalo Zamorano, Selfoss
8 - Hákon Ingi Jónsson, Fjölnir
8 - Benedikt Daríus Garðarsson, Fylkir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner