Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   lau 27. ágúst 2022 18:29
Brynjar Ingi Erluson
England: Arsenal áfram með fullt hús stiga
Arsenal er í góðum gír
Arsenal er í góðum gír
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arsenal 2 - 1 Fulham
0-1 Aleksandar Mitrovic ('56 )
1-1 Martin Odegaard ('64 )
2-1 Gabriel Magalhaes ('85 )

Arsenal vann fjórða leik sinn í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið lagði Fulham, 2-1, á Emirates-leikvanginum. Heimamenn lentu marki undir en komu til baka og unnu sanngjarnan sigur.

Heimamenn voru með öll völd á leiknum í fyrri hálfleiknum og voru alltaf líklegir til að troða inn marki. Vörn Fulham náði að standa af sér sóknir þeirra. Bukayo Saka fékk besta færið er hann komst einn í gegn á móti Bernd Leno en þýski markvörðurinn varði vel.

Liðin skiptust á færum í byrjun þess síðari. Leno hélt áfram að verja vel en Fulham komst óvænt yfir á 56. mínútu í gegnum Aleksandar Mitrovic.

Hann lék sér að Gabriel í vörn Arsenal. Gabriel var búinn að eyða of miklum tíma á boltanum í leiknum og var refsað fyrir það. Mitrovic stal boltanum af honum og lagði hann svo framhjá Aaron Ramsdale.

Arsenal var ekki lengi að svara. Martin Ödegaard fékk sendingu frá Saka og lét vaða á markið en boltinn hafði viðkomu af varnarmanni áður en hann fór í netið.

Fulham komst nálægt því að komast aftur yfir skömmu síðar en fyrst varði Ramsdale skalla frá Mitrovic og þá kom Ben White í veg fyrir að Bobby Reid myndi skila boltanum í netið.

Heimamenn sóttu mikið á Fulham síðari hluta leiksins. Eddie Nketiah klúðraði tveimur góðum færum áður en Gabriel tryggði sigurinn eftir hornspyrnu.

Boltinn kom inn í markið og Leno gerði mistök með því að fara út í Gabriel og Saliba. Hann ætlaði að kýla hann í burtu en hitti hann ekki og datt boltinn fyrir Gabriel sem skoraði og bætti upp fyrir mistök sín fyrr í leiknum.

Undir lokin þurfti Ramsdale að hafa sig allan í að verja frá Nathaniel Chalobah. Stór varsla og Arsenal að vinna fjórða leik sinn af fjórum mögulegum í deildinni. Liðið með fullt hús stiga á toppnum en Fulham í 11. sæti með 5 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner