Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. ágúst 2022 17:37
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Þetta var ekki gert til að niðurlægja Bournemouth
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var sérstaklega ánægður með frammistöðu liðsins í 9-0 sigrinum á nýliðum Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool leiddi með fimm mörkum í hálfleik og bætti svo við fjórum til viðbótar í þeim síðari.

Það gekk allt upp hjá ensku bikarmeisturunum og gat Klopp ekki beðið um mikið meira.

„Þetta var mjög gott. Við vildum bregðast við og vera við sjálfir og ná fram bestu útgáfunni af okkur. Við erum með sérstakan leikstíl."

„Við skoruðum frábær mörk. Leikurinn var ráðinn og við héldum áfram að skora. Þetta snérist um að halda áfram, ekki til þess að niðurlægja Bournemouth því við berum gríðarlega virðingu fyrir þeim. Þetta snýst um að setja mótherjann undir pressu. Ég gat sett ungu strákana inn því þeir eiga það svo sannarlega skilið. Harvey er mjög sérstakur leikmaður og þetta var geggjað mark. Þetta var meira og minna fullkomið,"
sagði Klopp.

Trent Alexander-Arnold skoraði frábært mark í fyrri hálfleiknum með skoti af löngu færi en stuðningsmenn kölluðu eftir því að hann myndi skjóta sem og hann gerði.

„Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af því þegar leikmaður er 35 metrum frá marki og allir í stúkunni öskra og segja leikmönnum að skjóta en þetta gekk upp í þetta sinn."

Klopp segir mikilvægt að hafa náð í fyrsta sigurinn og vonast til þess að liðið sýni meiri stöðugleika.

„Það var mikilvægt að létta aðeins á okkur og spila fótbolta. Á miðvikudag mætum við Newcastle og það verður öðruvísi. Í dag spilaði gott veður og frábær fótbolta stóra rullu og við fáum það ekki oft hér í Liverpool þannig við verðum að kunna að meta það."

„Við þurfum alla vega ekki að svara þeirri spurningu að við séum ekki að vinna lengur. Þetta var góður dagur fyrir okkur og við munum ekki láta þetta fara með okkur í gönur."

„Ef við viljum ná árangri í þessari deild þá verðum við að sýna stöðugleika. Það er það sem við þurfum að gera núna og það var okkar helsti styrkur. Við munum horfa á Newcastle á morgun og sjá hvað við getum gert gegn þeim,"
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner