
Breiðablik er óvænt búið að taka forystuna í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli.
Valskonur hafa heilt yfir verið sterkari en það eru Blikar sem leiða þegar það styttist í hálfleiksflautið.
Valskonur hafa heilt yfir verið sterkari en það eru Blikar sem leiða þegar það styttist í hálfleiksflautið.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 2 Valur
Birta Georgsdóttir, sem hefur verið frábær í sumar, gerði markið sem skilur liðin að.
„Frábær sókn Blika. Vigdís spilar inná miðjuna á Clöru. Clara setur boltann svo inn fyrir á Vigdísi sem finnur svæði hægra megin. Vigdís rennir boltanum svo fyrir á Birtu," skrifað Mist Rúnarsdóttir í beinni textalýsingu.
„Birta reynir skot af markteig en Sandra ver laglega frá henni. Birta tekur frákastið hinsvegar sjálf og skilar boltanum í netið í annari tilraun."
Hægt er að sjá myndband af markinu hér fyrir neðan - úr útsendingu RÚV.
Breiðablik er komið yfir í úrslitaleiknum - Birta Georgsdóttir skoraði markið á 34' mínútu eftir skyndisókn pic.twitter.com/uLZ4DdowNA
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 27, 2022
Athugasemdir