Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 27. ágúst 2022 16:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Sjáðu markið: Blikar óvænt búnir að taka forystuna
Birta Georgsdóttir fagnar marki sínu.
Birta Georgsdóttir fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Breiðablik er óvænt búið að taka forystuna í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli.

Valskonur hafa heilt yfir verið sterkari en það eru Blikar sem leiða þegar það styttist í hálfleiksflautið.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Valur

Birta Georgsdóttir, sem hefur verið frábær í sumar, gerði markið sem skilur liðin að.

„Frábær sókn Blika. Vigdís spilar inná miðjuna á Clöru. Clara setur boltann svo inn fyrir á Vigdísi sem finnur svæði hægra megin. Vigdís rennir boltanum svo fyrir á Birtu," skrifað Mist Rúnarsdóttir í beinni textalýsingu.

„Birta reynir skot af markteig en Sandra ver laglega frá henni. Birta tekur frákastið hinsvegar sjálf og skilar boltanum í netið í annari tilraun."

Hægt er að sjá myndband af markinu hér fyrir neðan - úr útsendingu RÚV.


Athugasemdir
banner
banner
banner