Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 27. september 2020 10:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þolinmæði Schalke á þrotum - Wagner rekinn (Staðfest)
Schalke hefur staðfest að David Wagner, stjóri félagsins, hafi verið látinn taka pokann sinn eftir hræðilega byrjun á tímabilinu.

Schalke tapaði fyrsta leik 8-0 gegn Bayern Munchen og tapaði svo í gær 3-1 gegn Werder Bremen.

Sjá einnig:
Þýskaland: Schalke „ósegjanlega slakir"

Schalke vann ekki í sextán síðustu leikjum síðustu leiktíðar og hefur því leikið átján leiki án þess að ná í sigur.

Hinn 48 ára gamli Wagner tók við liðinu síðasta sumar og gerði vel fyrri hluta síðasta tímabils. Þá var liðið í hörku Meistaradeildarbaráttu, sjö stigum frá efsta sæti eftir sautján umferðir á síðustu leiktíð. Einungis tíu stig komu í síðustu sautján umferðunum.

Schalke leitar nú að eftirmanni Wagner og verður sá tilkynntur á næstu dögum.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir