Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 27. september 2022 12:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aðeins tvö landslið farið í gegnum fleiri leiki í röð án taps
Marki fagnað.
Marki fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið spilar í kvöld við Albaníu í síðasta leik sínum í Þjóðadeildinni þetta árið.

Ísland á ekki möguleika á því að vinna riðilinn og er bara að spila upp á það að eiga betri möguleika á að komast bakdyramegin í umspilið fyrir EM þegar sú undankeppni er á enda.

Það er athyglisvert að komandi inn í þennan leik að þá er Ísland með eina lengstu taplausu hrinuna af karlalandsliðum í Evrópu.

Aðeins Holland og Georgía hafa farið taplaus í gegnum leiki þessa stundina, en íslenska liðið er búið að fara í gegnum fimm leiki í röð án þess að tapa.

Svona hafa fimm síðustu úrslit verið:
Ísrael 2 - 2 Ísland
Ísland 1 - 1 Albanía
San Marínó 0 - 1 Ísland
Ísland 2 - 2 Ísrael
Venesúela 0 - 1 Ísland

Síðasti tapleikur Ísland var gegn Spáni í vináttulandsleik fyrr á þessu ári, en sá leikur endaði 5-0 fyrir Spánverjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner